fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Þrír í gjörgæslu, tveir í öndunarvél – „Mikið álag á Landspítalanum“ segir Þórólfur

Heimir Hannesson
Mánudaginn 5. október 2020 11:21

mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir svaraði fyrir hertar aðgerðir sóttvarnayfirvalda á blaðamannafundi í dag. Sagði læknirinn að honum þætti skiljanlegt að menn séu ekki á eitt sáttir við aðgerðirnar, en á endanum þyrfti að taka einhverjar ákvarðanir. Þórólfur nefndi gagnrýni sem komið hefur fram um að takmarkanir séu látnar gilda jafnt á alla landshluta, enda hefur þorri smitanna greinst á höfuðborgarsvæðinu. Sagði Þórólfur að besta leiðin til þess að kveða niður þessa bylgju í eitt skipti fyrir öll væri að grípar til harða aðgerða.

59 manns greindust með Covid í gær, og voru 34 í sóttkví. Það er talsvert hærri hlutfall en verið hefur síðustu daga. Aðeins þrír greindust utan höfuðborgarsvæðisins.

Sagði Þórólfur að athyglisvert væri að skoða smitrakningu nýju smitanna. „Það virðist vera sem svo að þetta eru hópar sem eru að smitast á vinnustöðum, innan fjölskyldna, í vinahópum sem eru að hittast og gera sér glaðan dag, og líkamsræktarstöðvum. Mörg smit voru rekin á hnefaleikastöð í Kópavogi og á krár. Þetta eru þær upplýsingar sem við notum þegar við leggjum til þessar takmarkanir og byggjum okkar ákvarðanatöku á.“

Þórólfur sagði að nú væri ljóst að við gætum farið að sjá alvarlegri faraldur með alvarlegri afleiðingum en landsmenn hafa séð nýlega. Þá sagði Þórólfur að mikið álag væri á landspítalanum. Nú eru 648 í einangrun og eftirfylgni hjá Covid göngudeildinni. 15 eru á sjúkrahúsi í dag, þar af 3 á gjörgæslu og 2 í öndunarvél.

Þórólfur lagði mikla áherslu á að engin merki væru um það að sjúkdómurinn nú væri eitthvað vægari en hann hefur verið áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðaði á dimmiterandi menntskælinga

Miðaði á dimmiterandi menntskælinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki aðeins fjárhagslegt áfall. Þetta hefur djúpstæð áhrif á líf fólks, andlega heilsu þeirra og framtíðarmöguleika“ 

„Þetta er ekki aðeins fjárhagslegt áfall. Þetta hefur djúpstæð áhrif á líf fólks, andlega heilsu þeirra og framtíðarmöguleika“