fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Kári mætti með grímu – „Mér finnst það alveg gjörsamlega út í hött að veitingastaðir séu opnir“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 4. október 2020 18:46

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar Mynd:Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar , var viðmælandi í þættinum Víglínunni sem sýndur var á Stöð 2 og Vísi í dag. Þar var rætt um þær hertari aðgerðir sem taka gildi á miðnætti.

Kári mætti með grímu í þáttinn og virtist því ekki ætla að taka neina sénsa á því að smitast. Hann var spurður hvort hann „Ég er ekkert að senda neitt sérstaklega skýr skilaboð, ég held að það sé full ástæða til þess að nota sóttvarnargrímu,“ segir Kári. „Ég held að fólk ætti almennt séð að vera með grímur þegar það fer í búðir og aðra staði þar sem það er innan um fólk.“

Þegar Kári var spurður út í hertu aðgerðirnar sagðist hann styðja þær. „Mér finnast þær aðgerðir sem við erum að grípa til vera góðar, ég styð þær af heilum hug. Ég skil að vísu ekki hvernig stendur á því, þegar menn eru búnir að komast að þeirri niðurstöðu að þetta sé alvarlegt ástand, og taka þá ákvörðun að herða aðgerðir að það sé beðið með það í 48 tíma,“ segir Kári og bendir á að fólk hafi sótt í að nýta tímann áður en nýjar reglur taka gildi. „Mér skilst að það hafi verið gefið býsna mikið í, í gærkvöldi og í nótt, að menn hafi ákveðið að detta nú harðlega í það því börum verði lokað.“

„Það má ekki gleyma því að núverandi bylgja byrjaði sem hópsmit á bar.“

„Hvernig í ósköpunum ætlarðu að ætlast til þess?“

Athygli hefur vakið að ýmislegt má á meðan annað er bannað í þessum hertari aðgerðum. Til að mynda mega barir ekki hafa opið en veitingahús mega það. Þá mega hárgreiðslustofur vera opnar en ekki líkamsræktarstöðvar. Kári segir að það sé verið að „grafa illilega undan trausti manna“ með þessum undantekningum. „Mér finnst það alveg gjörsamlega út í hött að veitingastaðir séu opnir. Ég bara skil það ekki,“ segir Kári. „Hvernig í ósköpunum ætlarðu að ætlast til þess að það sé hægt að viðhalda sóttvörnum á hárgreiðslustofum en ekki í líkamsræktum?“

„Ekki misskilja mig, ég stend með sóttvarnarlækni í gegnum þykkt og þunnt,“ segir Kári þó í kjölfarið en bendir aftur á að það sé verið að grafa undan trausti almennings með undanþágum sem þessum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin