fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Hönnunarsleggja ráðin til Brandenburg – Hannaði fyrir McDonald’s og IKEA

Tobba Marinósdóttir
Fimmtudaginn 1. október 2020 12:53

Arnar Halldórsson. Mynd: Brandenburg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirhönnunarstjóri NORD DDB, Arnar Halldórsson er genginn til liðs við Brandenburg samkvæmt fréttatilkynningu sem Brandenburg sendi frá sér í hádeginu. Mun hann taka stöðu aðstoðarhönnunarstjóra á Brandenburg. Arnar er nýfluttur til Íslands en hann hefur búið og starfað í Skandinavíu um árabil.

„Arnar hefur starfað sem yfirhönnunar- og teymisstjóri (Chief Creatiivity Officer) á nokkrum af virtustu auglýsingastofum Skandinavíu á borð við NORD DDB, The Oslo Company og SMFB. Arnar hefur unnið verkefni fyrir alþjóðleg stórfyrirtæki og má þar nefna McDonald’s, SEAT, Circle K, Diesel, Diadora, Mondelez, IKEA og Geox. Verkefni sem Arnar hefur leitt hafa unnið til ýmissa alþjóðlegra verðlauna, s.s. Cannes Lions, Cresta, Eurobest, The One Show, The New York Festivals, Clio og Epica,“ segir í tilkynningunni.

Arnar útskrifaðist úr myndlist frá Listaháskóla Íslands og lauk M.Sc. prófi í sjónlist (Visual Arts Electronic Imaging) frá Duncan of Jordanstone College of Art and Design í Skotlandi.

„Það er gaman að vera kominn heim. Árin úti hafa verið lærdómsrík og skemmtileg en að flytja til Íslands felur í sér nýjar áskoranir. Íslensk vörumerki eru mörg hver afar spennandi og ég hlakka til að fá tækifæri til að efla þau og styrkja,“ segir Arnar. „Þessi aukni hraði í samfélaginu hefur haft mikil áhrif í faginu. Við þurfum að temja okkur meiri langtímahugsun þegar kemur að vörumerkjaþróun. Að gera sköpunarferlinu hátt undir höfði er í raun viðskiptaákvörðun sem eykur verðmæti vörumerkja og skapar þeim jákvæða ímynd þegar fram í sækir. Á Brandenburg fær hugmyndavinnan mikið pláss og það samræmist vel mínum hugmyndum,“ er haft eftir Arnari í tilkynningunni.

Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Brandenburg er kátur með fenginn. „Það var virkilega sterkt að ná í Arnar, við höfum vitað af honum lengi. Þegar við fréttum að hann væri að flytja heim, þá kappkostuðum við að fá hann á Brandenburg. Arnar á eftir að styrkja hópinn okkar enn frekar. Við lifum á skrýtnum en áhugaverðum tímum og það hefur sennilega aldrei verið mikilvægara að vera á tánum en akkúrat núna. Vera óhrædd við að nálgast hlutina á nýjan hátt og með Arnari koma ferskar hugmyndir að utan,“ er haft eftir Ragnari í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“