fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Gaf kærustunni stærri brjóst en það bitnaði á börnunum

Fókus
Miðvikudaginn 30. september 2020 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður leitar ráða hjá Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun. Maðurinn gaf kærustu sinni stærri brjóst með því að borga fyrir hana brjóstastækkun. Hann hélt að gjöfin myndi hitta beint í mark, en svo var ekki.

„Við höfum verið saman í þrjú ár. Ég er 47 ára og hún er 36 ára. Ég stunda lyftingar og held mér í góðu formi. Kærasta mín á tvo stráka og eina stelpu. Þar til við kynntumst hafði hún verið of upptekin til að hafa áhyggjur af vaxtarlagi sínu,“ segir maðurinn.

„Hún byrjaði að fara í ræktina á meðan strákarnir voru í skólanum. Hún léttist og bað mig um brjóstastækkun í afmælisgjöf. Ég rek mitt eigið fyrirtæki og finnst gaman að dekra við hana, þannig ég samþykkti það án þess að pæla of mikið í því.“

En eftir að hún bókaði aðgerðina fóru að renna á hann tvær grímur.

„Þá varð þetta eitthvað svo raunverulegt. Ég sagði henni að mér væri sama um peningana en ég hafði áhyggjur af því að hún myndi fá sér of stór brjóst og hvaða skilaboð það myndi senda börnunum, og hvað aðrar mæður í skólanum myndu segja og hvað þetta myndi segja um mig þar sem ég væri að borga fyrir þetta.“

Maðurinn og kærasta hans fóru á fund með lýtalækni. „Hún ákvað að fara í aðgerðina og á síðustu stundu ákvað hún að fá sér aðeins stærri brjóst en við höfðum talað um,“ segir maðurinn.

„Hún náði fljótt bata eftir aðgerðina, en hún var samt frekar hissa yfir hversu stór brjóstin eru. Ég var ekki hrifinn og frekar hræddur við að koma við þau þegar við stunduðum kynlíf,“ segir hann.

„Við fórum í frí til Grikklands og hún var glæsileg ber að ofan. En allt fór til fjandans eftir að við komum heim og strákarnir byrjuðu aftur í skólanum. Aðrar mæður í skólanum sáu myndirnar hennar á Instagram og voru að tala um hana. Fólk hefur verið dónalegt við hana og þetta bitnar verst á drengjunum þar sem þeim er strítt vegna brjóstastærðar mömmu þeirra.“

Maðurinn segist hafa áhyggjur af kærustu sinnu sem er búin að loka sig af og fer lítið út úr húsi.

Svar Deidre

Deidre gefur manninum ráð og segir að kærastan sé í hættu að verða þunglynd. „Segðu henni að þú sért áhyggjufullur og spurðu hana hvernig henni líður. Bentu henni á að það sé mikilvægt að hún greini afbrýðissemi annarra frá eigin eftirsjá. Stingdu upp á því að hún bjóði vinkonum sínum og mæðrunum úr skólanum í kaffi og þá getur hún sagt þeim hvernig henni líður,“ segir Deidre.

Hún segir honum að láta skólann vita af eineltinu svo eitthvað verði gert í málinu.

„En ef hún sér eftir að hafa farið í brjóstastækkun þá skaltu bjóðast til að borga fyrir að minnka þau aftur og segðu henni að þú elskar hana sama hvað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“