Luis Suárez skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu í 6-1 sigri Atlético Madrid á Granada í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsti leikur Suárez með liðinu.
Suárez byrjaði á varamannabekk Atlético en kom inn á þegar 70. mínútur voru liðnar af leiknum.
Tveimur mínútum síðar var hann búinn að leggja upp mark fyrir Llorente.
Fyrra mark Suárez kom á 85. mínútu, hann var síðan aftur á ferðinni á 93. mínútu þegar hann innsiglaði 6-1 sigur Atlético Madrid.
Suárez gekk nýverið í raðir Atlético frá Barcelona fyrir um það bil 6 milljónir evra. Það jafngildir um 973 milljónum íslenskra króna.
A.Madrid 6 – 1 Granada
1-0 Diego Costa (‘9)
2-0 Ángel Correa (’47)
3-0 Joao Felix (’65)
4-0 Llorente (’72)
5-0 Luis Suárez (’85)
5-1 Jorge Molina (’87)
6-1 Luis Suárez (’93)