fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Facebook-drama í Héraðsdómi – Afinn hraunaði yfir móðurina – „Hún er hættuleg fyrir börnin sín“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 26. september 2020 10:36

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umgengnisdeila varð til þess að afi missti stjórn á sér og hraunaði yfir barnsmóður sonar síns á Facebook. Konan fór í meiðyrðamál við manninn og var kveðinn upp dómur í því máli í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni.

Faðirin og móðirin höfðu lengi deilt um forræði yfir barninu og umgengni föðurins. Átök urðu á heimili föðurins árið 2013 og var kölluð til lögregla, en þá fullyrti hann að konan hefði ruðst óboðin inn á heimilið og verið með háreysti fyrir utan.

Tilefni þess að afinn hraunaði yfir barnsmóður sonar síns á Facebook var það að móðirin kom í veg fyrir að barnið færi í utanlandsferð með föður barnsins og fjölskyldu hans. Hafði ferðin verið lengi í undirbúningi en móðirin greip inn í degi fyrir brottför. Um þetta segir í dómi héraðsdóms:

„Atvik í aðdraganda þeirra ummæla semdeilt erum munuvera þauað faðir barnsins hugðist fara með þaðí frí til útlanda ásamt stefnda og fleirum úr fjölskyldusinni. Daginn fyrir brottförupplýsti stefnandi hins vegar föður barnsins um að hún heimilaði honum ekki að fara með barnið úr landi. Fór fjölskyldan því í fríið en barnið varð eftir hjá stefnanda. Stefndi kveður stefnanda ítrekað hafa komið í veg fyrir eða torveldað að barnið kæmist í frí erlendis með föður sínum og föðurfjölskyldu.“

Afinn brást reiður við þessu og skrifaði fern ummæli um barnsmóðurina á Facebook-síðu sína. Hann fjarlægði ein ummælin þar sem hann hafði nafngreint konuna. Hann neitaði hins vegar að fjarlægja önnur ummæli þrátt fyrir beiðni konunnar.

Konan krafðist þess að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk og maðurinn yrði dæmdur til að greiða sér 1,5 milljónir króna í miskabætur.

Hinn stefndi taldi að honum væri heimilt í krafti ákvæða um tjáningarfrelsi í stjórnarskrá að birta þessi ummæli auk þess sem þau væru birt í samhengi við hegðun konunnar.

Þessu hafnaði héraðsdómur og dæmdi þrenn ummæli mannsins dauð og ómerk. Hann féllst ekki á að dæma þau ummæli sem maðurinn hafði fjarlægt af síðu sinni dauð og ómerk þar sem hann hefði tekið þau úr birtingu. Eftirfarandi ummæli mannsins voru talin refsiverð:

„1. Móðirin á við geðræn vandamál að stríða og hefur í votta viðurvist fengið ofsa-reiðköst sem gætu verið öðrum hættuleg, sérstaklega börnum.

2. Ég óttast að þessi brenglaða kona muni valda sini (sic) sínum (okkar) skaða, annað hvort með líkamlegu ofbeldi eða andlegu ofbeldi …

3. Hún er hættuleg fyrir börnin sín, heiftin er slík að saklaust barn getur ekki varist.“

 

Þá var afinn dæmdur til að greiða konunni 250.000 krónur í miskabætur. Enn fremur þarf hann að greiða henni 900.000 krónur í málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi
Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Í gær

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlar maka krókinn í bönkunum – Gríðarlegur kynjamunur á tekjuhæstu einstaklingum

Karlar maka krókinn í bönkunum – Gríðarlegur kynjamunur á tekjuhæstu einstaklingum