fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Sólveig reið Ásgeiri eftir ummælin í morgun – „Trylltur hrokinn“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 23. september 2020 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fer ófögrum orðum um Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, á Facebook í dag.

Einn af hruns-prinsunum okkar. hann fékk starfið sitt í Seðlabankanum af því að hann er sérhagsmunaaðilum (fjármagnseigendum og auðvaldi) þóknanlegur. Það veit öll alþýða þessa lands.“

Frá því var greint í dag að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands sé nú með útboð Icelandair og ákvarðanatöku í kringum það til skoðunar. Ásgeir sagði á fundi Seðlabankans um fjármálastöðuleika í morgun að honum þætti óeðlilegt að hagsmunaaðilar væru í stjórnum lífeyrissjóðunum að taka ákvarðanir um fjárfestingar.  Vísaði hann þar til fulltrúa verkalýðsfélaga sem hagsmunaaðila. Þetta orðalag fór öfugt ofan í Sólveigu.

Hann dirfist að uppnefna fulltrúa launafólks „hagsmunaaðila“, og beitir hótunum til að koma í veg fyrir að þeir nýti stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi sitt! Enn á ný (móðurgyðjan veri með mér, þetta er alveg endalaust) afhjúpast trylltur hrokinn sem þeir samborgarar okkar sem tilheyra auð og valdastétt þessa lands búa yfir og sá geigvænlegi eignaréttur sem þeir telja sig hafa yfir öllu á Íslandi, orðunum okkar líka.“

Sólveig telur það alveg rétt að taka þurfi til í stjórnum lífeyrissjóða. En það séu ekki fulltrúar verkalýðsins sem ættu að víkja þaðan.

Já, það er á hreinu að það þarf algjörlega uppstokkun í lýðræðislegri aðkomu sjóðfélaga að stjórnun lífeyrissjóða. Þar þarf að ýta vanhæfum fulltrúum sérhagsmuna frá borðinu, fólkinu sem er í sömu klúbbum og Ásgeir Jónsson.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda