fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Formaður FH um framtíð Eiðs Smára og Loga: „Eitthvað sem við hljótum að vera að skoða“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. september 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og knattspyrnuáhugafólk hefur tekið eftir hefur gengi FH í efstu deild karla verið með besta móti síðustu vikur eftir að Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson tóku við sem þjálfara liðsins. Þeir félagar eru aðeins með samning út þessa leiktíð.

Eiður og Logi tóku við skútunni um miðjan júlí þegar Ólafur Kristjánsson lét af störfum til að taka við Esbjerg í Danmörku.

Eiður Smári er í sínu fyrsta starfi sem aðalþjálfari og má segja að byrjun hans í starfinu sé draumi líkast. FH er komið í toppbaráttu og er átta stigum á eftir Val. Það sem gerir stöðuna áhugaverða er að FH á leik til góða auk þess sem FH og Valur eiga eftir að mætast tvisvar.

Fyrri leikur liðanna í sumar er á fimmtudag, sigur FH þar gæti setur mótið í nýtt samhengi og verður baráttan um þann stóra ansi áhugaverð.

Valdimar Svavarsson formaður knattspyrnudeildar FH kveðst ánægður með gengi liðsins þessa dagana en hefur hann og stjórn FH hafið samtalið við Eið og Loga um áframhaldandi starf átt sér stað? „Við erum með þau mál í vinnslu, við tjáum okkur ekkert meira um það. Auðvitað er þetta eitthvað sem við hljótum að vera að skoða,“ sagði Valdimar í samtali við 433.is í dag.

FH virðist á góðri leið og án þess að taka nokkuð af starfi Eiðs og Loga vill Valdimar taka fram að FH hafi staðið í breytingum síðustu ár.

„Við lítum á það þannig að heildar vegferðin er á leið í rétta átt. Við gerðum miklar breytingar á leikmannahópnum og í kringum félagið. Ólafur Kristjánsson hafði gert góða hluti í mjög mörgu. Árangurinn þessa dagana er því ekki bara hjá Eiði og Loga heldur hefur undirbúningsvinnan verið mjög góð. Í dag erum við með góða leikmenn, góða þjálfara og gott fólk í kringum alla umgjörðina.“

Meira:
Draumabyrjun Eiðs Smára í nýju starfi

Valdimar sagði að FH hefði síðustu ár lagt meira upp úr afreksstarfi sínu, þannig væri 2 flokkur karla og kvenna að berjast um sigur í A-deildum og að 3 flokkur karla væri í sömu stöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park