fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Meirihlutinn manni færri – Rósa Björk hætt í VG

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 17. september 2020 14:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrum þingmaður Vinstri grænna er hætt í flokknum. Þetta tilkynnti hún í yfirlýsingu til fjölmiðla rétt í þessu.

„Ég hef átt fund í dag með Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, og tilkynnt henni um úrsögn mína úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og úr hreyfingunni,“ sagði Rósa í yfirlýsingunni.

Nýlegir atburðir er varða brottvísun stjórnvalda á barnafjölskyldu sem hefur beðið eftir lausn sinna mála í 25 mánuði og viðbrögð ríkisstjórnar sem VG er í forystu fyrir í því máli, urðu til þess að ég finn endanlega að ég á ekki lengur samleið með þingflokki VG.

Sjá nánar: Úlfúð og uppþot í Vinstri grænum vegna brottvísunarinnar – „Órólega deildin gleymir þessu seint“

Rósa Björk mun halda áfram þingsetu og væntanlega starfa þar utan þingflokka, líkt og Andrés Ingi Jónsson sem sagði sig úr Vinstri grænum í nóvember í fyrra. „Ég mun þrátt fyrir þetta halda áfram að vinna af krafti og einurð að góðum málum á Alþingi, sérstaklega er varða mannréttindi, umhverfis- og loftslagsmál, kynjajafnrétti og fleiri góðum málum,“ sagði Rósa.

Rósa Björk er varaformaður flóttamannanefndar Evrópuráðsþingsins og segist hafa fengist mikið við málefni fólks á flótta, að hennar sögn. „Í því ljósi finnst mér þessi stefnubreyting og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar sérstaklega dapurleg og bera vitni um afstöðu sem er langt frá því sem afstaða VG í þessum málaflokki hefur verið hingað til og langt frá því sem við bárum fram bæði í stjórnarandstöðu og fyrir kosningar,“ sagði Rósa og lauk yfirlýsingunni á kveðju til sinna fyrrum félagsmanna:

Ég óska fyrrum félögum mínum í VG góðs gengis

Þingflokkur Vinstri grænna hefur staðfest þessar fregnir í fréttapósti til fjölmiðla:

Rósa Björk Brynjólfsdóttir upplýsti þingflokk Vinstri grænna í dag um þá ákvörðun sína að segja sig úr þingflokknum. Rósa Björk hefur verið þingmaður VG frá 2016.Þingflokkur VG þakkar Rósu Björk samstarfið undanfarin ár.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að