fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Áslaug Arna: „Mark­mið okk­ar er óbreytt“ – „Við mun­um halda því áfram“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 16. september 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna daga hefur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra verið mikið í umræðunni vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi í nótt. Áslaug skrifar pistil sem birtist í Morgunblaðinu í dag en umfjöllunarefnið er ekki fjölskyldan sem hefur verið í umræðunni.

Það sem pistillinn fjallar hins vegar um er kórónuveirufaraldurinn. Áslaug talar um það að ríkisstjórnir víða um heim hafi undanfarið verið að setja á ferðatakmarkanir, samkoubann og útgöngubann. „Slík­ar ákv­arðanir um að tak­marka frelsi ein­stak­linga á aldrei að taka af léttúð. Í mann­rétt­indakafla stjórnarskrárinn­ar og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu er gert ráð fyr­ir heim­ild rík­is­valds­ins til að setja skorður við frelsi ein­stak­linga og þá ein­vörðungu þegar almanna­hags­mun­ir krefjast þess.“

Áslaug segir að þrátt fyrir framangreindar heimildir sé það ljóst að þær séu vandmeðfarnar og stjórnvöldum séu settar ákveðnar skorður. „Aðgerðir verða að eiga sér stoð í lög­um, þær eiga ekki að ganga lengra en til­efni er til og vara ekki leng­ur en nauðsyn kref­ur. Þetta er mik­il­vægt. Á tím­um Covid-19-far­ald­urs­ins er til dæm­is nauðsyn­legt að eng­ar tak­mark­an­ir séu sett­ar á tján­ing­ar­frelsi. Við þurf­um alltaf að virða rétt­inn til skoðana­skipta, ekki aðeins meðal lækna eða annarra sér­fræðinga held­ur rétt alls al­menn­ings til að tjá mis­mun­andi sjón­ar­mið og rök­ræða um ráðstaf­an­ir stjórn­valda.“

Þá segir Áslaug að skjót viðbrögð hér á landi þegar faraldurinn var að hefjast hafi leitt til þess að ekki þurfti að grípa til jafn harðra aðgerða og aðrar þjóðir hafa gert. Hún segir þjóðina hafa staðið sam­an og að all­ir hafi lagt sitt af mörk­um til að halda fyrstu bylgju far­ald­urs­ins í skefj­um. „Þegar ný bylgja fór af stað í lok júlí var ákveðið að herða til muna aðgerðir á landa­mær­um. Sú ákvörðun var held­ur ekki tek­in af léttúð enda ljóst að kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn kem­ur harka­lega niður á efnahags­lífi lands­ins, þá sér­stak­lega ferðaþjón­ust­unni. Eðli máls­ins sam­kvæmt gæt­ir óþreyju og spurt er hvort of langt hafi verið gengið þar sem ljóst er að veir­an mun halda áfram að skjóta upp koll­in­um þrátt fyr­ir þess­ar hertu aðgerðir á landa­mær­un­um,“ segir hún.

„Við mun­um halda því áfram“

„Mark­mið okk­ar er óbreytt,“ segir Áslaug en markmiðið er að halda kúrf­unni niðri og vernda þá sem eru í áhættu­hóp­um. „Þá þarf að taka ákv­arðanir sem miða að því að verja rétt fólks til ör­ygg­is og heilsu. Sam­hliða þarf þó að vega efna­hags­lega þætti og gæta meðal­hófs. Með öðrum orðum: Það þarf að meta af­leiðing­ar takmark­ana á líf og heilsu al­menn­ings og hag­kerfið í sam­an­b­urði við bein­ar af­leiðing­ar veirunn­ar.“

Að lokum segirr Áslaug að ákvarðanir stjórn­valda hafi hvílt á mati á heilsu og heild­ar­hags­mun­um þjóðar­inn­ar. „Í því mati þarf ekki síst að horfa til efna­hags­legra þátta sem og fé­lags­legra. Það er stund­um sagt að lækn­ing­in megi aldrei verða verri en sjúk­dóm­ur­inn sjálf­ur. Það á ekki síður við nú. Í ástandi þar sem for­send­ur og veru­leiki breyt­ast frá viku til viku þurfa stjórn­völd þó að vera til­bú­in til að end­ur­skoða ákv­arðanir ef gild rök liggja að baki þeim. Við höf­um fram að þessu hugsað í lausn­um og við mun­um halda því áfram í þessu ferli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“