fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Fyrrum fyrirliðinn uppljóstrar hvað honum fannst í raun og veru – „Mér fannst hann bara væla svo mikið“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 12. september 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði Manchester City og belgíska landsliðsins, hefur nú uppljóstrað hvað honum fannst í raun og veru um stórstjörnuna og samlanda sinn, Kevin de Bruyne, þegar hann sá hann spila í fyrsta skiptið.

DailyStar greinir frá þessu. Kompany fannst de Bruyne vera ofmetinn þegar hann sá hann fyrst spila með eigin augum. Þeir félagar unnu þó 8 bikara saman með Manchester City og eru í dag góðir vinir. „Hann kom í landsliðið þegar hann var mjög ungur og þá leist mér ekki svo vel á hann,“ segir Kompany um samlanda sinn. „Ég veit ekki af hverju, mér fannst hann bara væla svo mikið. Hann reyndi að gera hluti sem virkuðu ekki þá og ég sagði að það væri synd, því við þurftum á meiri hæfileikum að halda.“

Kompany segir að þegar de Bruyne varð eldri fór hann að verða miklu betri. „Allt í einu, áður en maður vissi af var hann orðinn besti leikmaðurinn okkar,“ segir fyrrum fyrirliðinn. Kompany er þó viss um að de Bruyne hefði ekki orðið svona góður ef ekki hefði verið fyrir þjálfara Manchester City, Pep Guardiola. „Þegar de Bruyne stóð sig ekki vel þá lét Guardiola hann vita af því og spurði hvers vegna hann væri ekki að standa sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Missir af EM

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum í París í kvöld – Fáum við dramatík og læti?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum í París í kvöld – Fáum við dramatík og læti?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Húfan sem Piers Morgan er með á leið til Parísar vekur mikla athygli

Húfan sem Piers Morgan er með á leið til Parísar vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Wenger segir Trent ekki segja satt – Útskýrir hvernig Real Madrid gerir hlutina þegar þeir vilja stórstjörnu

Wenger segir Trent ekki segja satt – Útskýrir hvernig Real Madrid gerir hlutina þegar þeir vilja stórstjörnu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Trump með hugmynd um bjóða Rússum um að taka þátt í HM í fótbolta – Gæti hjálpað til við að ljúka innrás þeirra

Trump með hugmynd um bjóða Rússum um að taka þátt í HM í fótbolta – Gæti hjálpað til við að ljúka innrás þeirra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Yrði mikið áfall fyrir Chelsea

Ofurtölvan stokkar spilin – Yrði mikið áfall fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sonur Ronaldo í fyrsta sinn í landsliði Portúgals – „Ég er stoltur af þér“

Sonur Ronaldo í fyrsta sinn í landsliði Portúgals – „Ég er stoltur af þér“