fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Matur til eldri borgara sagður viðbjóður – Formaður Félags eldri borgara lætur málið til sín taka

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. september 2020 18:30

Samsett mynd DV. Til hægri er Ingibjörg Sverrisdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er til skammar að sjá hvernig Reykjavíkurborg kemur fram við eldri borgara þegar kemur að máltíðum sem borgin skaffar þeim. Þetta er undir engum kringumstæðum í samræmi við matarstefnu borgarinnar, sem einmitt var til umræðu í morgun í öldungaráði hvar ég á sæti. Ég, sem formaður í Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), mun taka málið upp á næsta fundi öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Við verðum að gera betur við þá sem lokið hafa starfsævinni og sjá til þess að þeir geti átt áhyggjulaust ævikvöld, en forsenda þess er húsaskjól annars vegar og mannsæmandi næringaríkar máltíðir hins vegar. Þetta gengur ekki, þessu verður að breyta strax!“ skrifar Ingibjörg Sverrisdóttir, formaður Félags eldri borgara, í opinni færslu á Facebook í dag.

Tilefnið er umfjöllun á vef Hringbrautar þar sem greint er frá matarsendingu til eldri borgara, Sólveigar Guðmundsdóttur, sem býr í þjónustuíbúð aldraðra við Norðurbrún í Reykjavík.

Dóttir Sólveigar, Elín Guðrún Jóhannsdóttir, segir að maturinn sem móðir hennar fékk í dag sé viðbjóður, en um var að ræða kaldan plokkfisk frá deginum áður, inni í brauðhleif, og súpu. Fiskurinn var kaldur. Maturinn kostar 815. Segir Elín að maturinn mætti gjarnan vera aðeins dýrari ef hann væri betri. Segir hún að móðir hennar hafi áður fengið mat frá Vitatorgi sem hafi verið góður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að