fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025

Mimi rifjar upp síðustu æviár Philip Seymor Hoffman

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 15. desember 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru brátt liðin fjögur ár frá því að bandaríski leikarinn Philip Seymour Hoffman lést. Mimi O‘Donnell, barnsmóðir og unnusta Hoffmans til fjórtán ára, minnist hans í athyglisverðri grein í tímaritinu Vogue þar sem hún fer yfir aðdraganda þess að Hoffman féll á áfengis- og fíkniefnabindindi sínu.

Mimi og Philip voru saman á árunum 1999 til 2013 og áttu þau þrjú börn saman. Hún segir að Philip hafi aldrei farið í grafgötur með það að hann hafi glímt við áfengis- og eiturlyfjafíkn á sínum yngri árum. Raunar hafi hann talað opinskátt um þann vanda og verið meðvitaður um hann, en með viljann að vopni hafi hann haldist edrú í 20 ár áður en fór að síga á ógæfuhliðina.

„Ég sá fyrstu merki þess þegar Phil sagði við mig, upp úr þurru, að hann væri að velta fyrir sér að smakka áfengi á nýjan leik. Hann spurði mig hvað mér fyndist um það.“ Mimi segist hafa verið mótfallin því en Philip samt sem áður byrjað að drekka aftur.

Drykkjan varð fljótt meiri og meiri og áður en langt um leið var Philip farinn að misnota fíkniefni; ópíóíðalyf og heróín, en það var að lokum of stór skammtur af heróíni sem dró hann til dauða þann 2. febrúar 2014.

Í grein sinni segir Mimi að ekkert eitt sérstakt atvik hafi orðið til þess að Philip fetaði þessa ógæfubraut. Hún nefnir þó nokkra samverkandi þætti. Þannig hafi vinur hans til margra ára, einstaklingur sem Philip var í sálfræðimeðferð hjá, látist og dauði hans fengið mikið á hann. Þá hafi einhverjar deilur milli Philips og vina hans hjá AA-samtökunum haft neikvæð áhrif á sálarlíf hans, aukin frægð og frami og mikið vinnuálag.

Þegar Mimi sá að í óefni var komið biðlaði hún til Philips að hann myndi flytja í eigin íbúð. Þetta var árið 2013. Taldi hún að ástand hans myndi hafa skemmandi áhrif á börn þeirra. Hún segir að Philip hafi verið tíðrætt um að ná sér á strik aftur, hann hafi viljað hætta neyslunni en ekki getað það.

Nú þegar fjögur ár eru brátt liðin frá dauða hans segir Mimi að hún og börn þeirra tali stanslaust um hann. Nú geti þau talað um hann án þess að gráta í hvert einasta skipti sem nafn hans ber á góma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“
EyjanFastir pennar
Fyrir 23 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?