fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

„Feita fólkið er vandamál“ segir Reynir – „Margar hverjar hlaðnar þessum óþverra“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 1. september 2020 15:53

Reynir Traustason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Íslenska þjóðin er að þyngjast. Þetta á sérstaklega við um ungt fólk sem margt hvert glímir við ofþyngd. Við erum að nálgast það ástand sem er á mörgum í Bandaríkjunum þar sem offitusjúklingar eru á nánast við hvert fótmál. En á sama tíma og feitum fjölgar á landinu þá aukast fordómar gagnvart þessum hópi.“

Svona hefst pistill sem Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, skrifar en pistillinn birtist undir yfirskriftinni „Feita fólkið er vandamál“ á Mannlífi í dag. „Ástæðan fyrir ógöngum okkar er offramboð af sykruðum vörum, hveiti og hverskyns orkudrykkjum. Sykur er eitur sem veldur fíkn ekki síður en áfengi eða dóp. Sykur er líklega dóp feita mannsins,“ segir Reynir og bætir við að framboðið á þessum vörum hafi leitt til stjórnleysis sem valdi því að fjölmargir glími við takmarkaða hreyfigetu.

„Sá feiti glímir ekki aðeins við það að eiga í erfiðleikum með hreyfingu. Hann mætir líka fordómum annarra sem leiðir til sálarangistar. Stjórnvöld gera sáralítið til þess að takmarka neyslu á óhollustu og bjarga fólki frá því að verða hálffarlama og afmyndast með tilheyrandi sársauka og sálarkvölum.“

„Kann að hljóma skringilega“

Reynir segir að ofneysla á mat og sætindum sé líklega stærsti heilbrigðisvandinn og að þetta muni kosta heilbrigðiskerfið himinháar upphæðir á næstu áratugum. „Sjúkdómum sem tengjast hjarta og æðakerfi fjölgar með ótímabærum dauðsföllum og skertri getu til að lifa sæmilegu lífi. Þetta er okkar stærsa heilbrigðisvandamál. Það kann að hljóma skringilega á tímum þegar kórónaveiran tröllríður heiminum en samt er það svo að takmarkanir vegna veirunnar hafa leitt til þess að fleiri stunda útivist en áður og efla þannig heilsu sína og lífsgæði.“

Þá segir Reynir að COVID-19 sé smámál í samanburðinum við þetta. „Einn góðan veðurdag munum við koma böndum á veiruna og lífið kemst í fastar skorður. Þá mun sem fyrr standa eftir vandinn vegna offitunnar,“ segir hann og vill meina að það séu tvær meginleiðir til þess að „bjarga fólki“ frá offitunni. „Önnur er sú að stuðla að aukinni hreyfingu með því að leggja stóraukið fjármagn til samtaka sem stuðla að slíku. Hin er að grípa til aðgerða sem tryggja að fólk nærist á heilsusamlegri fæði.“

„Lýðheilsa er okkar mikilvægasta mál í dag“

„Hreyfingin næst fram með áróðri og umbun,“ segir Reynir. „Efla þarf starf hreyfihópa af öllu tagi og breiða þannig út boðskap og kúltúr sem dugir til að auka hreyfingu. Slegið hefur verið á þá tölu að 100 milljónir króna geti sparest með einstaklingi sem er forðað frá því að fá ótímabært hjartaáfall. Það er því augljós ávinningur fyrir þjóðina að fyrirbyggja áunnin veikindi með öflugri heilsurækt. Hver króna þar er gulls í gildi.“

Reynir segir að hin hliðin sé að takmarka neyslu á sykri og annarri óhollustu með skattlagningu og takmörkun á sykurnotkun. „Sykurinn er eitt versta eitur sem nútímamaðurinn glímir við,“ segir hann. „Smám saman hefur hann verið að breiðast út um allt eins og veira í uppgangi. Sem dæmi má nefna mjólkurvörur sem í dag eru margar hverjar hlaðnar þessum óþverra. Og sælgæti er víðast hvar otað að neytendum. Sykurskattur er eitt sem kemur fullkomlega til greina. Sá skattstofn ætti þó að verða til þess að lækka verð á hollari vörum eða hvetja fólk til hreyfingar.“

Að lokum segir Reynir að stjórnvöld verði að grípa til mótvægisaðgerða til að „bjarga offitusjúklingum úr klóm ofáts og sykurs“. Hann segir að það þurfi að skoða málin frá öllum hliðum og horfa langt fram á veginn. „Innræta þarf börnum heilsusamlegt líferni með hreyfingu og hollum mat. Skyndilausnir eru ekki til í svona málum. Lýðheilsa er okkar mikilvægasta mál í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“