fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Varaðu þig á netglæpamönnum – Sviksamlegir tölvupóstar sendir í nafni Póstsins

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 31. ágúst 2020 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pósturinn varar við svikapóstum sem óprúttnir aðilar standa fyrir um þessar mundir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

„Óprúttnir aðilar eru að senda tölvupósta í nafni Póstsins í þeim tilgangi að komast yfir kortaupplýsingar fólks. Pósturinn varar eindregið við því að smella á hlekki sem fylgja þessum póstum og undir engum kringumstæðum ætti að gefa upp kortaupplýsingar eða aðrar persónulegar upplýsingar.“

Pósturinn bendir á að þeir sem eigi von á sendingum geti fylgst með ferðum þeirra á heimasíðu Póstsins, posturinn.is.

Haft er eftir Sesselíu Birgisdóttur, framkvæmdastjóra þjónustu- og markaðssviðs að Pósturinn vilji að það komi skýrt fram að þessir tölvupóstur er ekki komnir frá Póstinum.

„Við viljum að það sé alveg skýrt að þessir póstar koma ekki frá okkur, það er mjög leiðinlegt að horfa upp á óprúttna aðila nota nafn Póstsins til að svíkja fólk. Við hvetjum alla til að huga vel að því hvort þeir eigi von á sendingum og minnum á að ef greiða á sendingu á netinu hjá okkur þarf alltaf að skrá sig inn á örugga síðu á minnpostur.is“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“