fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Sérsveitin kölluð til á Grettisgötu – Tveir menn á flótta

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 30. ágúst 2020 15:31

Frá Grettisgötu: Ernir Eyjólfsson. - Mynd tengist frétt ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildarmaður DV greindi frá lögregluaðgerð á Grettisgötu í dag. Tveir menn reyndu þar að flýja undan lögreglu. Sérsveitin kom á vettvang en sjónvarvottur greinir frá fjórum lögreglubílum, tveimur lögregluhjólum og mörgum lögreglumönnum auk tveggja manna sem lögðu á flótta.

DV náði sambandi við Guðmund Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúa og sagði hann að aðgerðin tengdist tilkynningu um stolinn bíl. „Það hafði verið tilkynnt um að bíl hefði verið stolið úr vesturborginni fyrr í dag og það sást til þessa bíls niðri í bæ. Það var í raun bara verið að stoppa og vinna úr þessu. Það voru handteknir einhverjir aðilar.“

Aðspurður hvort þetta hefði ekki verið nokkuð mikill viðbúnaður þá svaraði Guðmundur því að þetta snerist um hverjir væru tiltækir hverju sinni. Oft sé Sérsveitin nálægt líka.

„Oft þarf einfaldlega að bregðast við með næstu tækjum til að ná þeim sem eru á ferðinni.“ sagði hann.

Guðmundur neitaði því ekki að menn hefðu lagt á flótta en sagði að það hefði enga þýðingu þegar lögreglan eigi í hlut, menn náist alltaf. Hann staðfesti að ökumaður bílsins hefði verið handtekinn en gat ekki svarað til um hvað margir aðrir. Samkvæmt sjónarvotti voru hinir handteknu tveir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu