fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Virtur íslenskur vísindamaður segir vera stutt í bóluefni gegn COVID-19

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. ágúst 2020 09:53

Björn Rúnar Lúðvíksson. Mynd: Landspítali

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við virðumst því vera á þröskuldi þess að geta komið böndum á COVID-19 sjúkdóminn á heimsvísu,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir og prófessoer í ónæmisfræði, í grein í Morgunblaðinu í dag. Grein Björns sætir tíðindum en hann telur líklegt að bóluefni gegn COVID-19 verði komið á almennan markað eftir 6-8 mánuði.

Björn er afar virtur vísindamaður en hann var útnefndur heiðursvísindamaður Landspítalans árið 2017. Lykilinn að þeim mikla og ótrúlega skjóta árangri sem virðist vera að nást í þróun bólefnis er víðtæk samvinna vísindamanna og fyrirtækja á heimsvísu. Björn skrifar:

„Margvíslegar uppgötvanir á eðli og mikilvægi ónæmiskerfisins sem lykilstjórnanda í vörnum líkamans gegn öllum ytri og innri aðsteðjandi hættum hefur síðan leitt til gríðarlegra framfara í forvörnum og meðhöndlun sjúkdóma. Þetta hefur m.a. leitt til þess að geta okkar til að greina og þekkja nýja smitsjúkdóma, smitleiðir þeirra og hugsanlegar meðferðarleiðir hefur margfaldast á örfáum árum.

Þannig hefur vísindasamfélaginu nú á einungis nokkrum mánuðum tekist að hefja klínískar rannsóknir á virkni fjölmargra bóluefna til varnar gegn COVID-19-sjúkdómnum. Það hefði ekki tekist án víðtækari samvinnu, opnari samskipta og ótrúlegs samtakamáttar margra mismunandi framúrskarandi vísindahópa, háskóla og fyrirtækja um allan heim en áður hefur sést.

Samhliða þessu er hafið gríðarlegt kapphlaup um að koma fyrsta áreiðanlega bóluefninu á markað, og samkvæmt nýjustu úttekt WHO (birt 13.08. sl.) eru nú 29 mismunandi bóluefni komin í klínískar prófanir á heimsvísu. Af þeim eru um sex komin á lokastigið, eða fasa 3. Þar að auki eru nú um 138 möguleg lyf til bólusetninga í forrannsóknaferli (preclinical evaluation).

Það er því mjög líklegt að áreiðanleg bóluefni verði komin á almennan markað innan næstu 6-8 mánaða. Þessi árangur er ótrúlegur í ljósi þess að nú eru einungis u.þ.b. 8 mánuðir frá því að SARS-CoV-2-veiran var uppgötvuð sem orsakavaldur fyrir COVID-19- sjúkdóminum.“

Í grein Björns kemur einnig fram að þetta rannsóknarstarf nýtur góðs af upplýsingum og rannsóknarniðurstöðum sem hafa orðið til við þróun bóluefnis gegn svínaflensunni, SARS-CoV-2.

Í lok greinar sinnar segir Björn:

„Við virðumst því vera á þröskuldi þess að geta komið böndum á COVID-19-sjúkdóminn á heimsvísu. Fram að þeim tíma treystum við á áframhaldandi samvinnu og samstarf vísindasamfélagsins alls, auk þess sem við öll þurfum að sýna mikla þolinmæði, biðlund og samhug meðan á biðinni stendur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár
Fréttir
Í gær

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands
Fréttir
Í gær

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“
Fréttir
Í gær

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Í gær

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“