fbpx
Sunnudagur 14.september 2025

Mokveiði á einum degi í Eystri Rangá

Gunnar Bender
Föstudaginn 21. ágúst 2020 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég er bara orðlaus, það er varla annað hægt,“ segir Jóhann Davíð Snorrason sem er ýmsu vanur í veiði og hefur veitt þá marga  í gegnum árin. En Eystri Rangá gaf 260 laxa í gær. Fyrir hádegi veiddust 59 laxar og síðan byrjaði maðkurinn eftir hádegi og veiddust  201 laxar á maðkinn.

,,Þetta hlýtur að vera met á hálfum degi,“ segir Jóhann Davíð ennfremur. Eystri Rangá er lang efst þessa dagana og verður það út veiðitímann en núna hafa veiðst 5600 laxar það sem af er. Síðan kemur Ytri Rangá með 1750 laxar og í Miðfjarðará hafa veiðst 1220 laxar. Affallið er með1080 laxa og Urriðafoss í Þjórsá að komast í 960 laxa.

En mokið heldur áfram í Eystri Rangá næstu daga því  maðkurinn er mættur á staðinn.

 

Mynd. Jóhann Davíð Snorrason með lax úr Eystri Rangá sem gaf 260 laxa í gær. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
EyjanFastir pennar
Fyrir 16 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum