fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Instagram og Messenger sameina einkaskilaboðin

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 17. ágúst 2020 12:00

Mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook er að vinna í því að sameina einkaskilaboðaeiginleika á samfélagsmiðlunum Instagram og Messenger samkvæmt The Telegraph. Facebook er eigandi beggja forritanna. Á Instagram geta notendur deilt myndum eða myndböndum á sitt svæði og einnig er hægt að setja í svokallað „story“. Einnig er hægt að senda einkaskilaboð á aðra notendur Instagram. Messenger er fyrst og fremst ætlað til samskipta með skilaboðum. Messenger er hliðarforrit af Facebook.

Notendur Instagram í Bandaríkjunum tóku eftir breytingum á smáforritinu í síðustu viku. Kom upp sá möguleiki að senda skilaboð á vini sem eru á Facebook. Ekki er vitað til þess að þessi möguleiki hafi boðist notendum á Íslandi.

Facebook er einnig með á stefnuskránni að bæta samskiptaforritinu WhatsApp við samrunann, sem einnig er í eigu Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Í gær

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra
Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár