fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Tjaldsvæði rýmd vegna aukins rennslis í Jökulsá á Fjöllum

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 08:18

Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum mynd/wikicommons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Norðurlandi eystra lét rýma tjaldstæðið í Herðubreiðarlindum í nótt vegna aukins rennslis í Jökulsá á Fjöllum og Kreppu. Segir lögreglan í tilkynningu að sameiginlegt rennsli ánna var komið upp fyrir 600 rúmmetra á sekúndu.

Mikil hlýindi hafa verið á hálendinu undanfarna daga og úrkoma mikil síðustu vikuna. Vatnið í jökulám sé þó fyrst og fremst tilkomið vegna bráðnunar úr norðanverðum Vatnajökli, nánar tiltekið Dyngjujökli.

Herðubreiðarlindir mynd/wikicommons

Varnargarðurinn ofan við Herðubreiðarlindir heldur enn, en lögregla segir í tilkynningu sinni að ekki er ljóst hversu mikið hann þolir, en árnar renna saman skammt austan við Lindirnar. Fjallvegunum F88 frá Hringvegi og F910, Austurleið, voru lokaðir og verða það á meðan ástandið varir. Lögregla segir að fólkið sem var úthýst af tjaldsvæðinu við Herðubreiðarlindum hafi fært sig upp í Drekagil við Öskju og segir lögreglan fólkið við góðan kost.

Jökulsá á Fjöllum er önnur lengsta á landsins. Dettifoss, aflmesti foss landsins er í ánni. Það er því ekki við öðru að búast að fólki ókyrrist þegar flæðið í þessari ógnarstóru á eykst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið