fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Aðgerðir verða hertar – Skimað tvisvar hjá öllum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 14. ágúst 2020 14:19

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í dag nýjar aðgerðir ríkisstjórnarinnar varðandi skimanir á landamærum fyrir COVID-19, á blaðamannafundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Fulltrúar frá almannavörnum voru einnig á fundinum ásamt blaðamönnum.

Ríkisstjórnin lauk fundi sínum um stöðu mála í heimsfaraldrinum skömmu fyrir blaðamannafundinn. Katrín benti í að faraldurinn væri í vexti um heim allan. Ríkisstjórnin telur útilokað að lofa því að hægt sé að losna við veiruna. Hins vegar hafi það alltaf verið markmið að tryggja sem best heilbrigði landsmanna, fylgja leiðbeiningum almannavarna og tryggja um leið hag landsmanna.

Þegar skimanir hófust á landamærunum var það gert til að opna landið með varfærnum hætti. Nú þykir ástæða til að byggja ofan á það fyrirkomulag sem hefur verið notast við, sagði Katrín.

Katrín telur að sú aðgerð að skima á landamærum hafi tekist mjög vel. „Við skynjum það að þessi aðferðafræði er að vekja athygli um allan heim.“

Eftir að hafa farið yfir valkosti  sem sóttvarnalæknir læknir lagði fram og uppfært þá hagfræðilegu greiningu sem var unnin í aðdraganda aðgerðanna er niðurstaðan að frá 19. ágúst verða allir komufarþegar skimaðir tvisvar. Fyrri skimun verður á landamærum og tekur þá við  sóttkví í 4-5 daga, síðan er seinni sýnataka.

Seinni sýnataka verður gjaldfrjáls eins og verið hefur en fyrri sýnataka kostar 11.000 ef greitt er á staðnum og 9.000 ef greitt er fyrirfram.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“