fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Úrslit lokaumferðarinnar á Englandi – Svona endaði enska deildin

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 26. júlí 2020 17:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokaumferð ensku deildarinnar fór fram í dag. Ríkti mikil spenna yfir þessari umferð þar sem ekki var öruggt hvaða lið myndu falla en einnig hvaða lið kæmust í Evrópukeppnirnar.

Barist var um tvö sæti í Meistaradeildinni í dag en bæði Liverpool og Manchester City voru búin að tryggja sér sín sæti. Baráttan um þessi tvö sæti var á milli Leicester, Chelsea og Manchester United. Leicester spilaði hreinan úrslitaleik um sæti í Meistaradeildinni við Manchester United en síðarnefnda liðið hafði betur í baráttunni. Þá vann Chelsea sinn leik gegn Wolves og því ljóst að Manchester United og Chelsea spila í Meistaradeildinni á næsta ári en Leicester þarf að sætta sig við Evrópukeppnina.

Þá var einnig barist um 6. sætið og um leið hitt Evrópudeildarsætið en baráttan um það stóð á milli Tottenham og Wolves. Tottenham náði að sækja einn punkt gegn Crystal Palace en Wolves fengu engin stig eftir leikinn gegn Chelsea. Enduðu bæði stig jöfn að stigum en Tottenham var með betri markatölu og endaði því í 6. sæti.

Þá voru þrjú lið sem börðust fyrir lífi sínu í efstu deild Englands í dag en það voru liðin Watford, Bournemouth og Aston Villa. Vitað var fyrir lokaumferðina að tvö af þessum liðum myndi falla úr deildinni. Watford spilaði við Arsenal, Aston Villa keppti við West Ham og Bournemouth mætti Gylfa Sigurðssyni og félögum í Everton. Bournemouth þurfti virkilega að vinna sinn leik til að eiga möguleika á að halda sér í deildinni en þá þurftu bæði hin liðin að tapa sínum leikjum.

Bournemouth náði að sigra sinn leik gegn Everton en því miður fyrir þá gerði Aston Villa jafntefli gegn West Ham og náði því að halda sér uppi í deildinni. Watford tapaði sínum leik gegn Arsenal og féllu því Bournemouth og Arsenal.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig allir leikirnir í síðustu umferðinni fóru:

Arsenal 3-2 Watford

1-0 Pierre-Emerick Aubameyang

2-0 Kieran Tierney

3-0 Pierre-Emerick Aubameyang

3-1 Troy Deeney (víti)

3-2 Danny Welbeck

Burnley 1-2 Brighton

0-1 Yves Bissouma

1-1 Chris Wood

1-2 Aaron Connolly

Chelsea 2-0 Wolves

1-0 Mason Mount

2-0 Olivier Giroud

Crystal Palace 1-1 Tottenham

0-1 Harry Kane

1-1 Jeffrey Schlupp

Everton 1-3 Bournemouth

0-1 Joshua King (víti)

1-1 Moise Kean

1-2 Dominic Solanke

1-3 Junior Stanislas

Leicester City 0-2 Manchester United

0-1 Bruno Fernandes (víti)

0-2 Jesse Lingard

Manchester City 5-0 Norwich City

1-0 Gabriel Jesus

2-0 Kevin de Bruyne

3-0 Raheem Sterling

4-0 Riyad Mahrez

5-0 Kevin de Bruyne

Newcastle United 1-3 Liverpool

1-0 Dwight Gayle

1-1 Virgil Van Dijk

1-2 Divock Origi

1-3 Sadio Mané

Southampton 3-1 Sheffield United

0-1 John Lundstram

1-1 Che Adams

2-1 Che Adams

3-1 Danny Ings (víti)

West Ham United 1-1 Aston Villa

0-1 Jack Grealish

1-1 Andriy Yarmloenko

 

Hér fyrir neðan má síðan sjá lokaniðurstöðu stigatöflunnar:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kostulegt myndband – Sungu níðsöngva um Saka sem svaraði skemmtilega fyrir sig

Kostulegt myndband – Sungu níðsöngva um Saka sem svaraði skemmtilega fyrir sig
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord búin að skrifa undir alla pappíra

Liverpool og Feyenoord búin að skrifa undir alla pappíra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“
433Sport
Í gær

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
433Sport
Í gær

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“