fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
433Sport

Lampard: Ég lærði mikið í dag og gleymi því ekki

Victor Pálsson
Laugardaginn 11. júlí 2020 20:20

Frank Lampard / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank Lampard, stjóri Chelsea, var óánægður með sína menn í dag eftir 3-0 tap gegn Sheffield United.

Chelsea spilaði langt undir getu í dag og vann Sheffield að lokum sanngjarnan 3-0 heimasigur.

,,Þeir voru betri en við líkamlega, andlega og með boltann. Svo við töpum leiknum,“ sagði Lampard við Sky eftir leik.

,,Þeir voru sterkari en við. Þú heyrir allt sem sagt er á vellinum og það eina sem ég heyrði var frá leikmönnum Sheffield.“

,,Þeir eru gott lið. Ef þú kemur hingað og spilar undir getu þá gerist þetta. Við vorum of hægir og vorum ekki að fá vængmennina inn í leikinn.“

,,Þú fylgist með allt tímabilið og heldur áfram. Við þurfum að gleyma þessu sem fyrst og berjast um topp fjóra. Ég lærði mikið í dag og ég mun ekki gleyma því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin
433Sport
Í gær

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð