fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Óskar Hrafn öskuillur eftir jafnteflið: ,,Gæti örugglega skrifað BA ritgerð um dómgæsluna“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 22:33

Mynd: Blikar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var í raun öskuillur í viðtali við Stöð 2 Sport í kvöld eftir leik við FH.

Blikar þurftu að sætta sig við eitt stig á heimavelli í leik sem lauk með 3-3 jafntefli í Kópavogi.

Óskar viðurkennir að hann sé hundfúll með frammistöðuna og vildi meira frá sínum mönnum.

,,Ég er bara hundfúll. Ég lít á þetta sem tvö töpuð stig, við áttum að vera löngu búnir að klára þetta. Hreint og beint ömurlegt hjá okkur að loka ekki þessum leik,“ sagði Óskar við Stöð 2 Sport.

,,Við erum ekki þreyttir, við keyrðum á fullri ferð í 90 mínútur í dag, það er engin þreyta sem afsakar þetta. Menn æfa allan veturinn til að vera klárir í svona, æfing tvisvar á dag skiptir engu máli. Þetta er hugarfar.“

,,Það er ekki í boði að afsaka þetta með þreytu. Þetta var bara lélegt, einstaklingsmistök í vörn og við tókum ekki færin okkar. Það var fullt af stöðum sem við áttum að gera betur í, ég er bara hundfúll.“

Damir Muminovic fékk dæmda á sig vítaspyrnu í seinni hálfleik og segir Óskar að tækling varnarmannsins hafi verið heimskuleg.

,,Ég gæti örugglega skrifað BA ritgerð um dómgæsluna á mótinu til þessa en þetta var bara heimskulegt hjá Damir. Þú veður ekki á 300 kílómetra hraða í mann sem er með boltann inn í teig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Í gær

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Í gær

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“