fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Fyrsta Pub Quiz sumarins á Miami í kvöld: Tjokkóar og skinkur í aðalhlutverki

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 16:50

Ágúst Bent og Steingerður Sonja munu halda uppi stemningunni á Miami í kvöld og næstu miðvikudagskvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við erum orðnir svo þreyttir á þessari umræðu að við ákváðum að gera eitthvað skemmtilegt. Það hafa margir sagt við mann að þetta sé aftur orðið eins og þetta var fyrir 10 árum síðan, lítið af túristum og heimamenn fara aðallega út um helgar.  Við hugsuðum um hvað var vinsælt fyrir 10 árum og þá var pub quiz okkur mjög ofarlega í huga,“ segir Fannar Alexander á Miami bar á Hverfisgötu.  Staðurinn opnaði á ný þann 25.maí síðastliðinn og í kvöld verður fyrsta pub quiz sumarsins haldið. Þemað verður „tjokkó“ og skinkur“ í anda tíunda áratugarins.

 Okkur fannst það lykilatriði að hafa eitthverja hressa og skemmtilega með okkur í þessu þannig að við höfðum samband við rapparann Bent og blaðakonuna Steingerði, sem voru meira en til,“ segir Fannar jafnframt.

„Það er kominn tími á að við nýtum allar þessar gagnslausu upplýsingar sem við erum með í alltof gelaða hausnum á okkur,“ segir Bent.

,,Svo er ókeypis Aloe vera á barnum fyrir sólbrennda, svona í ljósi veðurblíðunnar síðustu dagana!“ bætir Steingerður við en  verðlaunin er ekki að verri endunum: 20 þúsund króna inneign á veitingastaðinn Rok, Môet Rosé flaska, flöskuborð og gjafabréf á Matbar.

„Herlegheitin hefjast klukkan 19:00 og tilvalið að nýta tímann í eitthvað jafn uppbyggjandi og fræðandi og að svara spurningum um skinkur og tjokkóa, svona fyrir að sólin ákvað að taka einn dag í frí,“ segir Steingerður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Í gær

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð