fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Atli Rafn var rekinn vegna ásakana frá starfsfólki

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. desember 2017 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atla Rafni Sigurðarsyni leikara var ekki vikið frá störfum í Borgarleikhúsinu vegna nafnlausra ásakana eins og fram kom í fréttum í gær. Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segir að hún hafi verið að bregðast við beinum tilkynningum, meðal annars frá starfsfólki.

Þetta segir Kristín í samtali við RÚV.

DV greindi frá því í gær að Atli hafi verið rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Átti Atli að leika burðarhlutverk í sýningunni Medea, sem átti að frumsýna strax eftir jól en þeirri sýningu verður frestað.

Eins og fram kom í gær hefur nafn Atla borið á góma í umræðum í lokuðum hópi kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð. Konur innan hópsins hafa sagt í samtali við DV að Atli Rafn hafi verið meðal þeirra sem komu einna oftast fram í sögum. Allar sögurnar voru síðar birtar í fjölmiðlum en þó án nafna geranda og þolanda.

Kristín bendir þó á að Atli hafi ekki verið rekinn vegna þessara nafnlausu ásakana

„Ég var að bregðast við beinum tilkynningum, meðal annars frá starfsfólki, sem hafa borist beint til leikhússtjóra. Leikhússtjóri, framkvæmdastjóri og stjórn Leikfélags Reykjavíkur voru einhuga um þessa ákvörðun og hún var tekin eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli,“ segir Kristín í frétt RÚV um málið.
Atli Rafn sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna málsins. Þar sagði Atli: „Brottreksturinn kemur til vegna nafnlausra ásakana á hendur mér, sem tengjast þeirri þörfu umræðu í samfélaginu sem kennd er við „Me Too“.

„Mér hefur ekki verið greint frá því hvers eðlis þær ásakanir eru, frá hvaða tíma, hverjir eiga í hlut, né nokkuð annað sem getur gert það að verkum að ég geti tjáð mig um þær. Vegna þess mun ég ekki tjá mig frekar um málið. Ég þakka starfsfólki Borgarleikhússins kærlega fyrir samstarfið og harma að það hafi endað á þessum nótum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd