fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025

Dóttir Michael Jackson ræðir kynhneigð sína í heimildarþætti – „Pabbi skildi mig“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paris Jackson, dóttir poppgoðsins heitins Michael Jackson, ræðir lífshlaup sitt í nýjum heimildarþætti á Facebook Watch sem nefnist; Unfiltered: Paris Jackson & Gabriel Glenn. Í þættinum er farið yfir líf hennar, tónlistina og sambúðina með kærastanum Gabriel Glenn.

Í þáttunum rifjar Paris upp þegar pabbi hennar stríddi henni á stelpum þegar hún var lítil og hve fljótur hann var að átta sig á kynhneigð hennar. Sjálf segist  hún aldrei hafa átt von á því að enda í sambandi með manni. „Ég var viss um að ég myndi giftast konu þar sem ég hef verið með mun fleiri konum en mönnum,“ segir Paris sem þrátt fyrir ástarsamband sitt við Gabriel lítur á sig sem samkynhneigða frekar en tvíkynhneigða þar sem hún hafi ekki aðeins átt í samböndum við konur og menn. „Ég var einu sinni með manni sem var með píku.“

Hún viðurkennir þó að kynhneigðin hafi þvælst fyrir henni á yngri árum og þá hafi verið gott að hafa skilningsríkan föður. „Hann var fljótur að átta sig og stríddi mér á sama hátt og bræðrum mínum um að ég vildi kærustu,“ segir Paris sem telur sig heppna að hafa mætt þessum skilningi.

Eftir dauða Jackson bjó Paris hjá strangtrúaðri ömmu sinni og þar sem samkynhneigð var mikið tabú í samfélaginu hélt hún kynhneigð sinni út af fyrir sig. Hún hafi hins vegar einnig fundið mikinn stuðning hjá eldri bróður sínum, Prince (Michael Joseph Jackson Jr.) Móðir Paris og Prince er Debbie Rowe sem Micael Jackson var kvæntur frá 1996 -1999 en móðir yngri sonarins, Prince Michael Jackson II, sem var kallaður Blanket af föður sínum, er óþekkt staðgöngumóðir. Blanket breytti nafninu árið 2015 og heitir í dag Bigi Jackson.

Paris átti erfitt að fóta sig eftir dauða föður síns. Hún leiddist út í eiturlyfjanotkun og reyndi nokkrum sinnum að taka eigið líf. Í dag segist hún vera á góðum stað og líður vel í sambúðinni með Gabriel. „Það er gott að eiga loksins heimili, eitthvað sem ég átti ekki áður. Eina skiptið var þegar ég bjó með pabba og núna hef ég Gabe svo … ég er mjög heppin.“

Fögur: Paris hefur reynt fyrir sér í fyrirsætubransanum

 

Með pabba: Michael Jackson og einkadóttirin Paris

Parið: Paris með sambýlismanni sínum Gabriel

Systkinin: Blanket, Paris og Prince

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Kærðu deiliskipulag umdeilds hverfis í Garðabæ – Íbúar búast við skugga og hávaða

Kærðu deiliskipulag umdeilds hverfis í Garðabæ – Íbúar búast við skugga og hávaða
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Magnús Þór strandveiðisjómaðurinn sem lést

Magnús Þór strandveiðisjómaðurinn sem lést
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.