fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Bifhjólafólk fjölmennti við Vegagerðina og minntist fallinna félaga: Myndir

Auður Ösp
Þriðjudaginn 30. júní 2020 14:07

Ljósmynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi fólks kom saman við húsnæði Vegargerðarinnar í Borgartúni nú í hádeginu en þá fóru fram þögul mómæli. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum víða um land. Ljósmyndari DV var á staðnum og náði meðfylgjandi myndum.

Ljósmynd/Ernir Eyjólfsson

Líkt og fram hefur komið þá létu tveir lífið eftir al­var­legan á­rekstur mótor­hjóls og hús­bíls á Vestur­lands­vegi á Kjalarnesi í gær. Slysið átti sér stað á vegar­kafla á milli Grundar­hverfis á Kjalar­nesi og Hval­fjarðar­­ganga en þar var ný­lagt mal­bik sem reyndist vera nokkuð sleipt eftir rigningu. Tildrög slyssins eru nú til rannsóknar hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu og rann­sóknar­nefnd sam­göngu­slysa.

Ljósmynd/Ernir Eyjólfsson

„Við trúum þessu ekki. Andrúmsloftið er ofboðslega þungt. Það eru allir hálf lamaðir yfir þessu,“ sagðiÞorgerður Hoddó Guðmundsdóttir formaður Snigla bifhjólasamtaka í samtali við DV í gær. Þá bætti hún við: „Við höfum talað við Vegagerðina og Samgönguráðherra en það hefur bara ekki verið hlustað á okkur. Ég frétti í gær að fyrir nokkrum árum síðan varð banaslys á svona malbiki, á svona vegkafla. Mér var sagt að það hafi verið að minnsta kosti þrjú önnur slys.“

Ljósmynd/Ernir Eyjólfsson

Í Fréttablaðinu í dag  er rætt við Ólaf Guðmundsson umferðaröryggissérfræðing sem segir að um léleg vinnubrögð sé að ræða og margoft sé búið að benda á hættuna sem skapist vegna malbiks sem þessa.  Vegagerðin er veghaldarinn og ber endanlega ábyrgð.

Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið að verið sé að rannsaka hvað hafi farið úrskeiðis. Bendir hann á að ekki sé hægt að segja á þessari stundu hvort eitthvað hafi brugðist í framleiðslunni og sé það eitt af því sem þurif að skoða gaumgæfilega.“

Ljósmynd/Ernir Eyjólfsson

Í samtali við Vísi í gær sagði Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar að fyrsta mat hafi bent til þess að yfirlögn á vegkaflanum, þar sem banaslysið varð og lagt var síðastliðinn fimmtudag, hafi ekki samræmst útboðsskilmálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar
Fréttir
Í gær

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós