fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Það leið yfir Aron Mola og hann sá blóð vegna öfgafullrar megrunar – missti 13 kíló á mánuði

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 24. júní 2020 09:18

Aron Már Ólafsson leikari og sjarmatröll

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Már Ólafsson er einn efnilegasti leikari þjóðarinnar og hefur um langt skeið verið ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna Íslands. Aron betur þekktur sem Aron Mola er ekki aðeins einstaklega sjarmerandi og opinskár heldur er hann einnig hæfileikaríkur með einsdæmum.

Í viðtali við Sölva Tryggvason í nýju podcasti Sölva talar Aron um upphafið á leiklistarferlinum, þegar hann fékk sitt fyrsta hlutverk á sviði, sem boxarinn Leroy í Bugsy Malone.

„Ég var alveg að kúka í buxurnar allt ferlið….þegar ég fæ hlutverkið þá eru bara dansarastrákar og fimleikastrákar sem eru í þessu og ég bara að borða hamborgara og var hættur í íþróttum,“ segir Aron meðal annars og lýsir því síðan hvað hann gerði í kjölfarið eftir að hafa hitt einkaþjálfara sem sagði honum að skera út kolvetni. Aron tók það bókstaflega og tók út öll kolvetni og hálfsvelti sig, án þess að hafa aðlagað sig neitt frá því að borða mikið og óhollt. „Ég fór í heví maníu og hringdi í einkaþjálfara.“

 

 Bullandi næringarskortur og blóð í hægðum

„Ég kem heim einhvern tíman eftir æfingu og dett niður í sófann og það líður yfir mig. Svo fer ég á klósettið og skít blóði…og svo fer ég á sjúkrahús, þar sem mér er sagt að ég sé með bullandi næringarskort,” segir Aron.

Hann léttist í kjölfarið um 13 kíló á einum mánuði og segir þetta tímabil til marks um þær öfgar sem hann eigi til þegar hann bítur eitthvað í sig. Hann segist elska að starfa við leiklistina og sér ekki fram á annað en að hann muni halda því áfram. ,„Ég borðaði mjög litla skammta og leyfði mér bara eina máltíð á dag, í hádegismatinum í skólanum,“ segir Aron sem einnig ítrekar að hann muni gera þetta aftur. Fyrir utan lágmarks næringu æfði hann tvisvar á dag. Sölvi viðurkennir í kjölfarið að hann hafi einnig farið út í mikla öfga vegna líkamsræktar og endað á spítala.

Aron, sem sló meðal annars í gegn í þáttaseríunni Ófærð, segist elska leiklistina og að hann sé í raun að upplifa draum sinn í þeim verkefnum sem hann hefur fengið að taka þátt í á undanförnum árum. Í viðtalinu ræða Sölvi og Aron um samfélagsmiðlana, leiklistina, upplifanir Arons í Suður-Ameríku og margt margt fleira.

Viðtalið má sjá hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun