fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Umræður um samgönguáætlun og Borgarlínu – Þriðja málþóf Miðflokksins á kjörtímabilinu

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 18. júní 2020 23:18

Birgir Þórarinsson á Alþingi. Þess má geta að andvaka Íslendingar geta fylgst með umræðunum á vef Alþingis í beinni útsendingu. Mynd/skjáskot af vef Alþingis

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö þingmenn Miðflokksins hafa skipst á í allt kvöld að ræða þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um fimm ára samgönguáætlun 2020-2024. Þingfundur hefur staðið síðan klukkan þrjú í dag og var ætlunin að komast yfir viðamikla dagskrá. Samgönguáætlun næstu fimm ára var fyrsti liður á dagskránni og hefur þingheimur ekki komist lengra. Ekkert lát á ræðuhöldum er í augnsýn enda bætast ræðumenn aftast á mælendaskrá umleið og þeir sleppa orðinu. Þannig er ljóst að Miðflokkurinn ætlar að hindra framgöngu málsins með málþófi.

Rétt um ár er liðið frá síðasta málþófi Miðflokksins. Lögðust þá Miðflokksmenn á eitt og reyndu að koma í veg fyrir að þingsályktunartillaga um svokallaðan þriðja orkupakka kæmist í gegnum aðra umræðu á þingi. Seinna það sama sumar beittu þeir sambærilegum aðgerðum til að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um loftlagsmálafrumvarp umhverfisráðherra. Var við það tilefni haft eftir þingmanni Samfylkingar og kollega Miðflokksins í stjórnarandstöðu, Helgu Völu Helgadóttur: „Lífið er of gott fyrir málþóf.“

 

Sigmundur hefur flutt sjö ræður í kvöld og hvergi af baki dottinn.
mynd/skjáskot af vef Alþingis.

205 milljarða framlög á fimm árum

Þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir að ráðstafa samtals 205 milljörðum króna af skattfé næstu fimm árin og því um gríðarlega umfangsmikla ráðstöfun að ræða. Hefur hún verið í meðferð Alþingis síðan í nóvember á síðast ári. Málið var afgreitt úr nefnd nú um miðjan júní og klofnaði minnihluti nefndarinnar og skiluðu Miðflokksmenn séráliti.

Gert er ráð fyrir 120 milljarða framlagi til nýframkvæmda Vegagerðarinnar og 51 milljarði í viðhald og rekstur vegakerfins. Fimm milljarðar verða settir í rekstrarframlag hafna í landinu og 30 milljarðar í þjónustu við vegakerfið, þar með talið vetrarþjónustu.

Borgarlínan stuðar

Styrkir til almenningssamgangna vegur þyngra í þessari samgönguáætlun en verið hefur því tæplega 17 milljarðar munu renna til niðurgreiðslna á almenningssamgöngum á næstu fimm árum. Er þar átt við niðurgreiddar ferjusiglingar, sérleyfisferðir á landi og niðurgreiðslur á innanlandsflugi sem er nýtt af nálinni. Fimm milljarðar eru eyrnarmerktir almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu og er þar um að ræða framlag ríkisins til þróunar Borgarlínu í Reykjavík og nágrenni.

Af ræðum miðflokksmanna í kvöld virðast þessi síðastnefndu atriði svíða mest. Hafa þeir haft á orði í ræðum sínum að aðför sé gerð að einkabíl með þessum styrkjum til almenningssamganga hér fyrir sunnan og virðist Borgarlínan ekki sækja miklar vinsældir í herbúðir Miðflokksins. Ólafur Ísleifsson sagðist til að mynda alls ekki vera á móti almenningssamgöngum, heldur bara Borgarlínunni.

Þegar þetta er skrifað eru sex þingmenn á mælendaskrá og stefnir Sigmundur Davíð að sinni áttundu ræðu. Allt eru þetta þingmenn Miðflokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun