fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Lögreglan gerir athugasemdir við merkingar göngugatna í miðborginni

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 08:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Götum miðborgarinnar hefur mörgum verið breytt í göngugötur, við mismikla ánægju verslunareigenda. Ekki hafa allir áttað sig á breytingunum, og brunað á bíl sínum niður göngugötur þó slíkt sé nú bannað. Er það líklega bæði út af gömlum vana, en einnig vegna þess að umferðarskiltin eru ekki nægilega áberandi.

Það er að minnsta kosti álit lögreglunnar, en Árni Friðleifsson, aðalvarstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að það væru hnökrar á merkingum, þó svo borgin hafi gert allt lagalega rétt í sinni aðkomu:

„Ég er búinn að fara í tvígang niður á Laugaveg og skoða merkingarnar. Þær eru eftir formreglu reglugerðar um umferðarmerki, en það eru hnökrar. Þetta er merki sem eru hátt uppi, það mætti lækka þau, og við erum búin að koma okkar ábendingum á framfæri við borgina.“

Þá nefndi Árni að lögreglan hefði fulla heimild til að sekta, þó svo annað hafi komið fram í Twitter færslu lögreglunnar á dögunum, en ekki væri hægt að vakta öll brot:

„Það er engin gata sem getur fengið 24 tíma eftirlit hjá lögreglu. Það er ekki inni í myndinni. Ef svo væri þá værum við að búa í lögregluríki og það vill enginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun