fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Eyjan

Yfirvöld óska aðkomu Interpol vegna Samherjamálsins

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. júní 2020 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Interpol hefur verið kallað til aðstoðar við rannsókn Samherjamálsins af namibískum yfirvöldum. Rannsóknin nær til níu landa, þar á meðal Íslands og Noregs. Þetta kemur fram á vefmiðlinum Informante og RÚV greinir frá.

Sexmenningarnir  sem ákærðir voru í málinu í Namibíu verða í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði til viðbótar, en málið verður tekið upp að nýju í lok ágúst.

Greiðslurnar sem sexmenningarnir í Namibíu hafa verið ákærðir fyrir að þiggja, meðal annars frá Samherja, eru hærri en hingað til hefur verið talið. Þetta kom fram í máli Karls Cloete, rannsóknarlögreglumanns ACC spillingarlögreglunnar í Namibíu, er hann gaf skýrslu fyrir dómi í máli Ricardo Gustavo, eins sexmenninganna, í lok maí.

Við sama tækifæri sagði Cloete að yfirvöld á Íslandi væru ósamvinnuþýð í málinu.

Sjá nánar. Mútugreiðslur í Namibíu sagðar umfangsmeiri en áður var talið – Íslensk stjórnvöld talin ósamvinnuþýð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framhaldsskólar: Guðmundur Ingi heimsótti FAS – hefur nú heimsótt alla framhaldsskóla

Framhaldsskólar: Guðmundur Ingi heimsótti FAS – hefur nú heimsótt alla framhaldsskóla
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Illugi agnúast yfir mynd af Kristrúnu – „Myndin sjálfkrafa einskis virði“

Illugi agnúast yfir mynd af Kristrúnu – „Myndin sjálfkrafa einskis virði“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“