fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Hver fyrirspurn kostar rúmar 10 þúsund krónur – Meðalsvartíminn 54 dagar

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. júní 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjörtímabil borgarstjórnar Reykjavíkur er nú hálfnað. Alls 473 fyrirspurnir hafa verið lagðar fram á 78 fundum borgarráðs á yfirstandandi kjörtímabili sem hófst 18. júní 2018, fram til 7. maí 2020. Þetta kemur fram í svari Helgu Bjarkar Laxdal, skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar, vegna eftirgrennslan Eyjunnar.

Leitast var svara við heildarfjölda fyrirspurna innan borgarkerfisins alls, með öllum nefndum og ráðum, en í svari borgarinnar eru aðeins taldar upp fyrirspurnir í borgarráði:

„Varðandi fjölda fyrirspurna í öðrum ráðum og nefndum þarf að snúa sér til þeirra fagsviða sem halda utan um mál á þeim vettvangi. Borgarráð er framkvæmda- og fjármálastjórn borgarinnar þannig að gera má ráð fyrir að eftirfarandi tölur gefi samt tiltölulega glögga mynd af umsvifunum,“

segir í svarinu.

Flestar frá Flokki fólksins

Flestar fyrirspurnirnar koma frá Flokki fólksins, eða 185. Næstflestar koma frá Miðflokknum, 153. Þá kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 136 fyrirspurnir og Sósíalistaflokkurinn er með fæstar fyrirspurnir, eða 53.

Af flokkum í minnihluta borgarstjórnar á aðeins Sjálfstæðisflokkurinn aðalmenn í borgarráði, eða þrjá talsins. Hinir minnihlutaflokkarnir  eiga einn áheyrnarfulltrúa hver í borgarráði, sem hafa þar einnig tillögurétt.

Kostnaður um 5 milljónir

Í október árið 2019 var áætlað að hver fyrirspurn (hvert mál) kostaði að lágmarki 10.500 krónur. Má því áætla að heildarkostnaður fyrirspurna í borgarráði sé nálægt fimm milljónum króna á kjörtímabilinu.

Þá tekur það 54,4 daga að meðaltali að svara einni fyrirspurn, sé miðað við þær fyrirspurnir sem búið er að svara. Meðalsvartími þeirra fyrirspurna sem enn eru í vinnslu er 79,9 dagar.

Enn er 92 fyrirspurnum ósvarað.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur