fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025

Nýr heimildarþáttur skoðar hið dularfulla fráfall Brittany Murphy

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 28. maí 2020 09:19

Brittany Murphy.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr heimildarþáttur, Brittany Murphy: An ID Mystery, skoðar dularfullt fráfall leikkonunnar. Þátturinn var sýndur á Investigation Discovery fyrr í vikunni.

Margir veltu því fyrir sér hver dánarorsökin voru þegar leikkonan Brittany Murphy lést skyndilega í kringum jólin árið 2009 og var jarðsett á aðfangadegi. Nokkrir samverkandi þættir eru taldir hafa dregið Murphy til dauða; lungnabólga, blóðleysi og banvæn blanda af lyfjum til meðhöndla öndunarfærasjúkdóma. Þegar eiginmaður Murphy, handritshöfundurinn Simon Monjack, lést af svipuðum orsökum aðeins fimm mánuðum síðar krafðist móðir hennar þess að heimili þeirra hjóna yrði rannsakað og leitað að myglu. Hún var sannfærð um að mygla væri orsakavaldurinn. En það fannst hvorki mygla á heimilinu né í líkömum þeirra við krufningu. Þó er talið að slæmur aðbúnaður á heimili þeirra hafi átt sinn þátt í veikindunum sem hrjáðu þau bæði.

Enn þann dag í dag ríkir töluverð dulúð yfir dauða leikkonunar Brittany Murphy og reynir þátturinn að svara öllum þeim spurningum sem brenna á aðdáendum stjörnunnar. Hér eru nokkur atriði sem komu upp í þættinum ásamt skuggalegri kenningu sem bróðir hennar varpaði fram í fyrra.

Viðvörunarmerki

Vinir Brittany Murphy tóku eftir mikilli niðursveiflu í leikferli hennar eftir að hún byrjaði með Simon. Samkvæmt þættinum sagði umboðsskrifstofa hennar henni upp vegna slæmrar hegðunar. Í lokin fékk hún aðeins lítil hlutverk sem hún hefði áður fyrr verið talin of góð fyrir.

Viðtalið vakti mikla athygli og var talið einstaklega furðulegt.

Furðulegt viðtal

Eftir að Brittany lést kom Simon fram í viðtali á Larry King Live til að lýsa yfir sakleysi sínum. Hann kallaði sig sjálfan rabbí en ekki lækni. Hann sagði að hann vildi ekki að það yrði framkvæmd krufning á Brittany því hennar „óspillti líkami var með línur á réttum stöðum.“

Málið tekið upp að nýju

Nokkrum árum eftir andlátið lét Angelo Bertolotti, faðir leikkonunnar, taka upp málið að nýju og kom þá í ljós að mikið magn málma fannst í blóði hennar og hári. Þó enginn hafi lengið undir grun benti þetta til þess að eitrað hafi verið fyrir henni. Leikkonan hafði annars glímt við ýmis heilsuvandamál á síðustu árum hennar og greindist með sykursýki 2.

Myrt?

Í lok síðasta árs sagði bróðir Brittany, Tony Bertolotti, að hann haldi að dauði Brittany hafi borið að með saknæmum hætti.

Tony er hálfbróðir Brittany og telur að systir sín hafi verið myrt. Dauði Simons, fimm mánuðum seinna, rennir enn frekari stoðum undir kenningu Tony að það hafi eitthvað saknæmt átt sér stað á heimili þeirra, þar sem móðir hennar, Sharon, bjó einnig.

„Ef þú horfir á þetta utan frá þá sérðu unga, frekar heilbrigða konu, hún er heima með meintum eiginmanni sínum og móður, og hún deyr. Hversu fáránlegt er það? Það er bara í Hollywood þar sem þetta er hver annar dagur í dýragarðinum. Enginn fer með hana á spítala, sem er aðeins 6,5 km í burtu,“ sagði hann á sínum tíma við Daily Mail.

„Ég hef eytt mörgum árum í að skoða þetta, reyna að bæla niður reiði mína. Ég held að Brittany hafi verið myrt. Hver drap Brittany? Hún lést ekki af náttúrulegum orsökum.“

Simon lést fimm mánuðum á eftir Brittany Murphy.

Slæm viðskipti

Tony heldur að dauði þeirra tengist viðskiptaháttum þeirra og skuldum Simons. Það er ekkert leyndarmál að Tony líkaði illa við Simon, en stuttu eftir dauða Simons sagðist Tony ekki syrgja hann.

„Ég veit ekki hvaða ákvarðanir þau voru að taka í viðskiptum á þessum tíma, en [dauði þeirra] hljómar „viðskipta-tengdur.“ Ég hef heyrt alls konar rugl, þannig hvað er satt? Ég trúi ekki dópista dæminu það mikið, ég kaupi það ekki. Ég er viss um að það hafi verið einhver tilraunastarfsemi. En Brittany var íhaldssöm með þessa hluti, hún var klár stúlka,“ sagði Tony.

Tony, bróðir Murphy.

Ekki hjón?

Tony sagðist ekki telja Brittany og Simon hafa verið hjón. Á sínum tíma greindi TMZ frá því að Simon deildi rúmi með tengdamóður sinni þegar Brittany dó.

„Ég trúi því ekki að Brittany og Simon voru hjón. Ég held að Simon hafi verið með Sharon. Þau deildu rúmi þegar Brittany dó,“ sagði Tony.

„Ég hef heyrt að hjónaband þeirra væri aðeins svo Simon gæti fengið að vera í Bandaríkjunum. Hún eiginlega sagði það við okkur að það væri staðan. Ég trúi því að þau gerðu þetta svo hann fengi að vera áfram, hann átti betri möguleika með því að segjast vera með Brittany.“

Sharon hvarf nokkrum mánuðum eftir dauða Simons og hefur ekki sést síðan þá. En Tony sagðist hafa góðar heimildir fyrir því að hún sé komin aftur til Hollywood.

Peningaslóðin

Tony sagði að það þurfi að rekja peningaslóðina.

„Þú verður að skoða peningana. Jimmy Hendrix dó, en peningarnir héldu áfram að flæða í mörg, mörg ár. Stundum er leikkona meira virði dáin en lifandi. Þú verður að skoða hver er að fá peningana núna. Ég veit ekki. Í hvert skipti sem kvikmyndin er spiluð, þá fær einhver borgað. Hver sem fær peninginn veit sannleikann,“ sagði Tony.

„Þú verður að skoða fólkið í kringum Brittany. Hver stjórnaði henni? Hver sá um allt saman? Ég hef engin sönnunargögn, annars væri ég búinn að varpa sprengjunni fyrir tíu árum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sandra María viðurkennir stress: ,,Eðlilegt að taugarnar fari aðeins að spila með mann“

Sandra María viðurkennir stress: ,,Eðlilegt að taugarnar fari aðeins að spila með mann“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína varpar ljósi á uppákomuna í kvöld – „Eg hef aldrei séð hana svona veika“

Karólína varpar ljósi á uppákomuna í kvöld – „Eg hef aldrei séð hana svona veika“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“
EyjanFastir pennar
Fyrir 15 klukkutímum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.