fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Skoða beina fjárstyrki til verst settu sveitarfélaganna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 08:00

Sigurður Ingi Jóhannsson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verið er að skoða hvort ríkissjóður muni styrkja verst settu sveitarfélögin með beinum fjárstyrkjum. Þetta eru þau sveitarfélög sem hafa farið verst út úr niðursveiflunni af völdum heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að samkvæmt svartsýnustu spá Ferðamálastofu og KPMG sé gert ráð fyrir 69% samdrætti í ferðaþjónustu. Samkvæmt minnisblaði Byggðastofnunar, um áhrif hruns ferðaþjónustunnar á sveitarfélögin, þá mun hrunið hafa mikil áhrif á atvinnustig og atvinnutekjur og þar með útsvarsstofn sveitarfélaganna. 2018 voru atvinnutekjur rúmlega 80% af útsvarsstofninum.

Fréttablaðið hefur eftir Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, að ýmsar þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur kynnt í aðgerðapökkum muni gagnast sveitarfélögunum.

„En við erum áfram í miklum viðræðum við ríkið um útfærslu og forgangsröðun ef það kemur til meiri stuðningur, sem við erum að kalla eftir.“

Sagði hann og nefndi að beinir fjárstyrkir til verst stöddu sveitarfélaganna hafi komið til tals.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði að þetta væri til skoðunar.

„Það er hópur í greiningarvinnu á ástandinu og á að skila þeirri vinnu af sér eftir um það bil tvær vikur.Svo erum við líka með mat Byggðastofnunar, sem sýnir að staðan er grafalvarleg hjá mörgum og það kemur því líka til greina að grípa til sértækra aðgerða þar sem vandinn er mestur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk