Eiginkona knattspyrnumanns í ensku úrvalsdeildinni var gómuð með rafbyssu og kylfu þegar hún kom með flugi til London á sunnudag.
Nú hefur verið greint frá því að þetta hafi verið Bella Kolasinac eiginkona Sead Kolasinac leikmanns Arsenal.
Hún mætti með einkaflugvél London Biggin Hil flugvöllinn og sagðist ekki vera með neitt í töskum sinum sem þyrfti að gefa upp.
Þegar töskur hennar voru skoðaðar fundu tollverðir byssuna og kylfuna en konan sagðist óttast að vera rænt.
Fyrir ári síðan var ráðist á eiginmann hennar með hníf í London og kvaðst Bella hrædd í borginni. Hún hafi ætlað að nota þessi tæki í sjálfsvörn. Hún grét mikið á flugvellinum eftir að hafa verið gómuð.