fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Segir Sundabraut stytta leiðina um 9 kílómetra og skapa um 2400 ársverk

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. apríl 2020 14:42

Sigurður Ingi Jóhannsson Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, hefur falið Vegagerðinni að leiða vinnu starfshóps til að endurmeta og skoða tvo fýsilega kosti um legu Sundabrautar og gera tillögu að framtíðarlausn sem fest yrði í skipulagi. Í hópnum munu sitja fulltrúar Reykjavíkurborgar, SSH og Faxaflóahafnar auk Vegagerðarinnar.

Hann segir á Facebook í dag að verkefnið muni létta mjög á umferð og skapa vel á þriðja þúsund starfa:

„Sundarbrautarverkefnið þokast áfram. Í lok sumars fæ ég tillögu að framtíðarlausn sem fest yrði í skipulagi. Gera má ráð fyrir því að 1600-2000 ársverk skapist vegna framkvæmdarinnar hjá verktökum og um 3-400 ársverk hjá öðrum í undirbúningi, hönnun, umsjón og eftirliti. Hvað varðar vegstyttingu, miðað við frá miðbæ Reykjavíkur og upp á Kjalarnes, að farið sé um Sæbraut og Vesturlandsveg, mun leiðin styttast um allt að 9 km og margar dýrmætar mínútur ef umferðin er þung. Sundabrautin mun því létta mjög á umferð á Gullinbrú og í Ártúnsbrekku. Áfram veginn “

Verkefnið felst í að endurmeta þá tvo kosti sem starfshópur um Sundabraut á vegum ríkisins og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) taldi fýsilegasta í skýrslu sinni sem kynnt var í júlí í fyrra. Það eru jarðgöng yfir í Gufunes og lágbrú sem þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík. Fyrri kosturinn er framkvæmanlegur án þess að hafa áhrif á starfsemi Sundahafnar . Fram kom í skýrslunni að reynist mögulegt að færa starfsemi Sundahafnar væri lágbrú ódýrasti kosturinn og sá sem hentaði flestum ferðamátum.

Í báðum tilvikum lagði starfshópurinn til að þessir valkostir yrðu endurmetnir og útfærðir til hlítar með tillit til breyttra forsenda um legu þessara samgöngutenginga. Leitað verði leiða til að lækka framkvæmdakostnað við göngin, endurskoða tengingar þeirra við hafnarsvæðið, og við Sæbraut og Gufunes til að hámarka þann fjölda sem myndi aka göngin í stað annarra leiða. Samhliða verði hugmyndir um lágbrú endurskoðaðar, mismunandi útfærslur á brú skoðaðar sem líklegt er að sátt náist um og hægt að hrinda í framkvæmd á viðunandi tíma.

Markmiðið að undirbúa ákvörðun

Markmið verkefnisins nú er að undirbúa ákvörðun um það hvaða leið verði farin við uppbyggingu Sundabrautar og eiga samráð við helstu hagsmunaaðila og fyrirtæki á svæðinu. Starfshópurinn á að skila niðurstöðum sínum fyrir lok ágústmánaðar og þá eiga liggja fyrir nauðsynlegar upplýsingar til þess að taka ákvörðun um legu Sundabrautar frá Sæbraut að Vesturlandsvegi í Kollafirði, sem fest yrði í skipulagi.

Verkefni hópsins verða einkum tvíþætt:

  1. Endurmeta hönnun og legu Sundabrautar og gera nýtt kostnaðarmat fyrir báða valkosti. Leggja skal fram ný frumdrög fyrir báðar framkvæmdir og taka mið af uppbyggingaráformum í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.
  2. Greina valkosti fyrir breytt skipulag Sundahafnar ef lágbrú yrði fyrir valinu. Vinna þarf mat á áhrifum á umferð, umhverfisþætt, nærumhverfi, atvinnustarfsemi og þróunarmöguleika Sundahafnar.

Starfshópurinn á að skila niðurstöðum sínum fyrir 31. ágúst 2020.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun