fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025

Hefur eytt um hálfri milljón í hlífðarbúnað og neitar að gefa heilbrigðisstarfsfólki

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 29. apríl 2020 09:48

Becca Brown.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grímur, hanskar og annar hlífðarbúnaður er af skornum skammti fyrir heilbrigðisstarfsfólk um allan heim. Á meðan situr Becca Brown heima hjá sér umkringd hlífðarbúnaði að andvirði 450 þúsunda króna.

Becca er 35 ára og segir í viðtali við The Sun að hún ætlar ekki að gefa neitt til spítala eða hjúkrunarheimila. Að hennar mati hefðu þau átt að vera „meira undirbúin fyrir heimsfaraldur.“

Orð hennar hafa vakið reiði margra þar sem fyrir aðeins tveimur dögum greindi heilbrigðisráðherra Bretlands, Matt Hancock, frá því að 82 heilbrigðisstarfsmenn og 15 starfsmenn í félagsþjónustu hafa látið lífið vegna kórónuveirunnar. Þessar sláandi tölur trufla ekki Beccu og hefur hún misst vini vegna skoðana sinna.

Margir heilbrigðisstarfsmenn hafa þurft að nota ruslapoka sem hlífðarbúnað.

Líður eins og hún sé við stjórn

„Ég keypti auka hlífðarbúnað þó ég vissi að bresk heilbrigðisyfirvöld skorti slíkan búnað,“ segir Becca.

„Ég vissi að ég þyrfti allt þetta til að verja mig og fór meira að segja í 130 þúsund króna skuld vegna þess […] Þetta er mikill peningur en þetta er þess virði því mér líður eins og ég sé við stjórnvölinn,“ segir hún.

„Vinir mínir segja að ég ætti að gefa þetta til heilbrigðisstarfsfólks, en ég ætla ekki að gera það. Mér finnst eins og þau hefðu átt að vera meira undirbúin.“

Hún gerir þetta allt í nafni listarinnar.

Í nafni listarinnar

Becca hefur eytt 36 þúsund krónum í venjulegar andlitsgrímur og 55 þúsund krónum í hernaðargrímur. Hún hefur málað nokkrar grímur og segir þær vera hinn „fullkomna striga.“

Becca keypti ekki aðeins grímur, hanska og hlífðarbúnað heldur einnig yfir 100 flöskur af sótthreinsi og skyndihjálparkassa.

„En hlífðarbúnaðurinn er ekki aðeins upp á öryggið, heldur nota ég hann í listina mína. Ég ætla að setja upp sýningu byggða á kórónuveirunni og nota hlutina sem heilbrigðisstarfsfólk notar á hverjum degi á strigann minn. Ég get ómögulega notað notaðan hlífðarbúnað því ég gæti smitast. Ég er að fjárfesta í listrænni framtíð minni og það truflar mig ekkert að nota grímur og hlífðarbúnað í nafni listarinnar,“ segir Becca.

Fær reglulega pakka frá Amazon með hlífðarbúnaði.

„Ég veit að fólk mun gagnrýna mig […] en ég þarf á öllum þessum hlífðarbúnaði að halda. Ég neita að biðjast afsökunar, því sem listamaður þarf ég að standa með mínum listaverkum og mínum réttindum að kaupa það sem ég vil. Fólk segir að ég sé sjálfselsk að hjálpa ekki hjúkrunarfræðingum, læknum og heilbrigðisstarfsfólki en ég er ósammála.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Veðbankar segja Klopp líklegastan eftir enn eitt tapið í gær

Veðbankar segja Klopp líklegastan eftir enn eitt tapið í gær
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gómaður án ökuréttinda á 20 milljóna króna bíl sem var sagður í hættulegu ástandi

Gómaður án ökuréttinda á 20 milljóna króna bíl sem var sagður í hættulegu ástandi
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sádarnir vilja að Salah láti vita að hann sé klár í að koma

Sádarnir vilja að Salah láti vita að hann sé klár í að koma
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Ávani eiginkonunnar gerir hann brjálaðan – en netverjar segja honum að líta í eigin barm

Ávani eiginkonunnar gerir hann brjálaðan – en netverjar segja honum að líta í eigin barm
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vekur athygli hvaða stórstjörnur styðja við Mo Salah í stríði sínu við Liverpool

Vekur athygli hvaða stórstjörnur styðja við Mo Salah í stríði sínu við Liverpool
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þau eru tilnefnd til íslensku þýðingarverðlaunanna

Þau eru tilnefnd til íslensku þýðingarverðlaunanna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.