fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Engin áform um að hjálpa Icelandair sérstaklega – Fjöldauppsagnir yfirvofandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðgerðirnar þrjár sem ríkisstjórnin kynnti í dag vegna kórónuveirunnar eru almennar og beinast ekki að einstökum fyrirtækjum. Einna mestu tíðindin er þar eru styrkur til að mæta launakostnaði í uppsagnarfresti.

Háværar raddir hafa verið um að ríkið verði að styrkja Icelandair sérstaklega þar sem félagið stendur frammi fyrir fordómalausum erfiðleikum vegna faraldursins. Hafa jafnvel verið hugmyndir um að ríkið gerist hluthafi í fyrirtækinu og kom að rekstri þess.

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði í viðtali við RÚV eftir fundinn að fyrirtækin verði að vinna úr sínum málum sjálf. Aðgerðirnar nýtist öllum fyrirtækjum, jafnt stórum sem smáum. Ekki standi til að beita sérstökum úrræðum fyrir einstaka fyrirtæki. (Sjá einnig Fréttablaðið).

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur að aðgerðirnar muni gagnast öllum ferðaþjónustufyritækjum. Í viðtali við RÚV segir hún:

„Ég held að það sé alveg augljóst að þetta mun gagnast ferðaþjónustunni sérstaklega. Hér erum að ræða annars vegar framhald á því sem hefur verið kynnt og er í framkvæmd núna. Þannig að hér erum við að segja: Hér er leið út og svo er það þessi aðstoð við að slíta ráðningarsambandi sem er algörlega ný ákvörðun. Það er til að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot því við vitum að það eru fyrirtæki sem hafa ekki efni á að greiða 25% laun eða að segja öllum upp í einu.“

Fjöldauppsagnir yfirvofandi

Fjöldauppsagnir fyrir þessi mánaðamót eru yfirvofandi hjá Icelandair og forstjóri fyrirtækisins hefur lýst því yfir að fyrirtækið lifi ekki af sumarið við óbreytt skilyrði. Ásdís Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair sagði í samtali við DV á föstudag að ekki lægi ljóst fyrir hvenær uppsagnirnar yrði kynntar. Ekki hefur náðst í Ásdísi í dag og óljóst er hvaða áhrif þessar nýju aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa á áform Icelandair um uppsagnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir látnir og níu særðir í skotárás í Brown-háskóla – Árásarmaðurinn á flótta

Tveir látnir og níu særðir í skotárás í Brown-háskóla – Árásarmaðurinn á flótta