Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United hefur greint frá því að félagið geti líklega ekki keypt þá leikmenn sem félagið ætlaði sér í sumar. Ástæðan er kórónuveiran.
Kórónuveiran hefur áhrif á fjárhag íþróttafélaga á Englandi sem ekki hafa getað spilað í tæpa tvo mánuði.
,,Það sjá það allir að það eru áskoranir í fótboltanum, þetta verður ekki eðlilegt ástand á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Við erum þar á meðal,“ sagði Woodward.
Ljóst er að einhver félög neyðast til að selja öfluga leikmenn ódýrt til að bjarga fjárhagi sínum.
,,Okkar markmið er alltaf að liðið nái árangri en við þurfum að sjá hver áhrifin verða. Við vitum ekki hvenær félagaskiptaglugginn opnar og hvernig fjármálin verða.“
Miðað við orð Woodward er útilokað að United geti borgað 100 milljónir punda fyrir Jadon Sancho í sumar.