Dæmi eru um að nokkur fyrirtæki hafa fari í gjaldþrot að undanförnu í því fordæmalausa ástandi sem hefur skapast vegna COVID 19. Margir velta fyrir sér hvað verður um inneignarnótur og gjafabréf hjá þessum fyrirtækjum. Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri YAY, sem býður viðskiptavinum upp á rafræn gjafabréf, segir ljóst að gjafabréf verði einskis virði ef það er keypt hjá fyrirtæki sem fer svo í þrot.
Hann segir að hins vegar þegar keypt sé rafrænt gjafabréf í gegnum YAY appið tapi neytandinn ekki inneign sinni, því inneignin er hjá YAY þangað til neytandinn innleysir gjafabréf hjá viðkomandi samstarfsaðila.
,,Það eru því miklu minni líkur á að inneign tapist ef gjafabréf er keypt hjá YAY. Nú þegar hefur reynt á þetta, en YAY seldi gjafabréf í Bryggjan Brugghús og voru bréf óinnleyst þegar tilkynnt var um gjaldþrot Nú þegar hefur þessum gjafabréfaeigendum verið boðið að færa inneign sína á annan samstarfsaðila innan YAY,“ segir Ari.
,,Þetta er akkúrat ein af þeim stóru ástæðum af hverju við stofnuðum YAY þ.e. að minnka líkurnar á því að eigendur gjafabréfa tapi fjármunum sínum. Auðvitað geta öll fyrirtæki farið í þrot, ég tala nú ekki um á tímum sem þessum, en í kerfi eins og YAY erum við að minnka þær líkur. Það hefur nú þegar sýnt sig,“ segir Ari ennfremur.