fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Gjafabréf hjá YAY halda verðmæti sínu þó að fyrirtæki fari í þrot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. apríl 2020 13:46

Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri YAY.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dæmi eru um að nokkur fyrirtæki hafa fari í gjaldþrot að undanförnu í því fordæmalausa ástandi sem hefur skapast vegna COVID 19. Margir velta fyrir sér hvað verður um inneignarnótur og gjafabréf hjá þessum fyrirtækjum. Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri YAY, sem býður viðskiptavinum upp á rafræn gjafabréf, segir ljóst að gjafabréf verði einskis virði ef það er keypt hjá fyrirtæki sem fer svo í þrot.

Hann segir að hins vegar þegar keypt sé rafrænt gjafabréf í gegnum YAY appið tapi neytandinn ekki inneign sinni, því inneignin er hjá YAY þangað til neytandinn innleysir gjafabréf hjá viðkomandi samstarfsaðila.

,,Það eru því miklu minni líkur á að inneign tapist ef gjafabréf er keypt hjá YAY. Nú þegar hefur reynt á þetta, en YAY seldi gjafabréf í Bryggjan Brugghús og voru bréf óinnleyst þegar tilkynnt var um gjaldþrot Nú þegar hefur þessum gjafabréfaeigendum verið boðið að færa inneign sína á annan samstarfsaðila innan YAY,“ segir Ari.

,,Þetta er akkúrat ein af þeim stóru ástæðum af hverju við stofnuðum YAY þ.e. að minnka líkurnar á því að eigendur gjafabréfa tapi fjármunum sínum. Auðvitað geta öll fyrirtæki farið í þrot, ég tala nú ekki um á tímum sem þessum, en í kerfi eins og YAY erum við að minnka þær líkur. Það hefur nú þegar sýnt sig,“ segir Ari ennfremur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra
Fréttir
Í gær

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Í gær

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”