L’Equipe í Frakklandi fullyrðir að Paul Pogba sé efstur á óskalista Real Madrid í sumar. Sagt er að Zinedine Zidane ætli sér að fá sinn mann.
Zidane hefur lengi talað fyrir því að Real Madrid kaupi Pogba frá Manchester United.
L’Equipe segir að Manchester United sé búið að lækka verðmiðann á Pogba, hann kosti nú í kringum 80 milljónir punda.
Pogba hefur ekki farið í felur með það að hann vill fara frá Manchester United, þannig hefur hann talað í heilt ár.
Óvíst er hvernig félagaskiptamarkaðurinn verður í sumar sökum kórónuveirunnar sem hefur breytt öllu landslagi.