Roy Keane, er harðhaus og hefur lítið gaman af því að grín sé gert á hans kostnað. Dave Jones, fréttamaður hjá Sky komst að því í morgun.
Keane var þá mættur í spjall með Jamie Carragher og Gary Neville þar sem farið var yfir ástandið í fótboltanum.
Jones ákvað að byrja á að gera grín að Keane og skegginu sem hann hefur safnað. Útgöngubann er á Englandi.
Keane hafði ekki gaman af og Jones fór í kleinu, af því höfðu Jamie Carragher og Gary Neville gaman af.
Þetta kostulega atvik má sjá hér að neðan.
🗣️ "You look a bit nervous Dave"
Lesson learned… NEVER joke about Roy Keane's beard 😨🤣 pic.twitter.com/czi2B8nBP0
— Soccer AM (@SoccerAM) April 24, 2020