Því er haldið fram að Jadon Sancho, kantmaður Borussia Dortmund sé við það að framlengja samning sinn við félagið. Síðustu vikur hefur því verið haldið fram að hann muni yfirgefa félagið.
Manchester United og Chelea hafa mikinn áhuga á þessum snjalla kantmanni. Hann hefur verið sagður mjög nálægt því að ganga í raðir Manchester United.
Forbes segir að Sancho sé nálægt því að framlengja samning sinn um eitt ár, hann mun hækka verulega í launum við það.
The Athletic segir að Ole Gunnar Solskjær horfi til þess að fá Jack Grealish sem hægri kantmann.
Bruno Fernandes hefur stimplað sig inn á miðsvæðið en Grealish spilar iðulega þar. Solskjær telur sig geta notað Grealish á kantinum.
Daniel James hefur mest spilað á hægri kantinum í vetur en þrátt fyrir ágætis spretti, kemur lítið úr honum.