John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea var í léttu spjalli við Sky Sports í gær. Þar var farið yfir ríginn sem var á milli Chelsea og Liverpool á árum áður.
Þessi félög voru alltaf að mætast og rígurinn varð mikill þegar Jose Mourinho var stjóri Chelsea og Rafa Benitez var stjóri Liverpool.
,,Ég man alltaf eftir því hvernig Mourinho talaði fyrir leiki,“ sagði Terry en hann og Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool ræddu málið.
,,Við vorum 20 stigum á undan þeim en hann talaði um að við gætum ekki tapað gegn þeim.“
,,Hann nefndi aldrei Liverpool á nafn, hann gat ekki sagt það. Hann talaði bara um þá og að við værum miklu betri en þeir.“
Allt þetta spjall þeirra félaga má sjá hér að neðan.