Hermann Hreiðarsson er einn besti knattspyrnumaður sem Íslands hefur átt, hann fór yfir feril sinn í skemmtilegu spjalli við Jóhann Skúla í Draumaliðinu.
Hermann valdi draumalið af ferli sínum hjá Jóhanni en fór einnig yfir erfiðasta andstæðing sinn á ferlinum.
Hann rifjaði upp leik með Portsmouth frá árinu 2005 þar sem Hermann var i baráttu við Javier Zanetti, sem átti frábæran feril með Inter og Argentínu.
,,Ég man í þessu einvígi, Javier Zanetti. Þetta er bara besti hægri bakvörður allra tíma, ég áttaði mig á því þegar ég spilaði gegn honum,“ sagði Hermann.
,,Svakalegt dýr, afslappaður og leiðtogi. Þetta er klárlega lang besti hægri bakvörður sem ég hef spilað á móti.“
Viðtalið við Hermann má heyra hér að neðan.