Rafa Benitez hefur átt farsælan feril sem stjóri og er hvað þekktastur fyrir störf sín hjá Liverpool.
Hann tók tímabundið við Chelsea árið 2012 og John Terry sem var fyrirliði félagsins, fer ekki fögrum orðum um störf hans.
Terry var í viðtali við Sky Sports í gær þar sem hann fór yfir tíma sinn með Benitez.
,,Á hverjum einasta fundi var hann að tala um að svona hefðu hlutirnir verið hjá Liverpool,“ sagði Terry.
,,Svona var hann, ég þurfti að fara á nokkra fundi með honum og biðja hann að gleyma Liverpool. Hann talaði alltaf um okkur þegar hann ræddi um Liverpool.“
,,Ég sagði honum að núna væri hann hjá Chelsea, þetta fór ekki vel í leikmenn félagsins.“