fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

„Brúarlán“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. apríl 2020 08:44

Jón Steinar Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar:

Í sjónvarpsþættinum Silfrinu í RÚV um síðustu helgi var Heiðrún Lind Marteinsdóttir lögfræðingur meðal viðmælenda, en hún er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Í þættinum nefndi hún að Hæstiréttur hefði á undanförnum misserum fellt refsidóma yfir bankamönnum á þeim grundvelli að þeir hefðu gerst sekir um umboðssvik, sem er auðgunarbrot samkvæmt almennum hegningarlögum. Þetta hefði rétturinn gert án þess að sannaður væri auðgunartilgangur sakborninga.

Í stað tilgangs til auðgunar hefði rétturinn talið nóg til sakfellingar, að þeir hefðu valdið viðkomandi banka áhættu á að verða fyrir tjóni vegna lánveitinga til aðila sem ekki hefðu verið líklegir til að endurgreiða lánin. Taldi hún að þetta væri áhyggjuefni fyrir bankamenn nú þegar ráðgert er að bankar veiti fyrirtækjum í erfiðleikum svonefnd brúarlán.

Fyllsta ástæða er til að benda á þetta við þær aðstæður sem nú eru uppi, þegar ríkisvaldið hvetur banka til að veita fyrirtækjum lán, þó að víst megi telja að lántökum verði ekki unnt að endurgreiða mörg þeirra. Menn geta svo sem velt því fyrir sér hvort dómar Hæstaréttar í hrunmálum, sem Heiðrún Lind vísaði til, hafi verið einnota. Þeim hafi einungis verið ætlað að gilda um lánveitingar banka fyrir hrun en sambærilegir dómar verði ekki framar upp kveðnir.

Það var hins vegar undarlegt að sjá viðtal á Mbl.is s.l. mánudag, þar sem ágætur lögfræðingur, Jón Þór Ólason, sagði að ummæli Heiðrúnar um málefnið væru „lögfræðilega röng og beint óskiljanleg“. Virtist hann gefa í skyn að dómar Hæstaréttar í þessum málum hefðu verið góðar og gildar lögfræðilegar úrlausnir. Farið hefði fram heildarmat í hverju máli, sem ættu að geta falið í sér leiðbeiningar um hver skilyrði væru til refsingar fyrir umboðssvik.

Ekki kom fram í viðtalinu hvaða atriði það væru sem koma ættu við sögu í slíku mati, enda á ég ekki von á að Jón geti skýrt það frekar en aðrir. Kjarni málsins er sá að samkvæmt almennum hegningarlögum þarf að sanna auðgunarásetning á sakborning til þess að honum verði refsað fyrir umboðssvik. Í þeim dómum sem Heiðrún vísaði til var því hvergi einu sinni haldið fram að slík sönnun hefði verið færð fram í málunum. Þess vegna átti einfaldlega að sýkna sakborningana.

Það var auðvitað þarft verk hjá henni að nefna þessa dómaframkvæmd til sögunar þegar nú er fjallað um hvatningu ríkisins til banka um að veita lán sem ekki munu fást endurgreidd. Hafi hún þökk fyrir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu