Mohammad bin Salman, krónprins, Saudí Arabíu er að ganga frá kaupum á Newcastle. Þetta fullyrða ensk blöð.
Mike Ashley hefur lengi viljað selja Newcastle og segja ensk blöð að hann sé klár í að losa sig við félagið fyrir 300 milljónir punda.
Samningur vegna þess er á lokastigi en Bin Salman er sterk efnaður og gæti breytt Newcastle í stórveldi.
Ensk blöð segja að fyrsta verk Bin Salman verði að reka Steve Bruce úr starfi knattspyrnustjóra.
Nú er svo greint frá því í enskum götublöðum að Mauricio Pochettino hefði áhuga á að taka við Newcastle. Pochettino var rekinn frá Tottenham á síðasta ári.
Ljóst er að Newcastle gæti komið sér í hóp bestu liða Englands með Pochettino við stjórnvölin og endalaust fjármagn frá eigandanum.