Steven Gerrard og El Hadji Diouf hötuðu hvorn annan þegar þeir spiluðu saman hjá Liverpool. Þeir áttu ekki skap saman.
Florent Sinama Pongolle, var liðsfélagi þeirra um tíma og hann hefur greint frá ótrúlegum samskiptum þeirra.
Um er að ræða atvik í hálfleik sem átti sér stað á Anfield. ,,Í hálfleik var Gerrard að ítreka við hann að senda boltann, Diouf varð brjálaður,“ sagði Pongolle.
,,Diouf talaði ekki ensku, enskan hans var hræðileg. Þeir hötuðu hvorn annan svo mikið, Gerrard mætti inn í klefa og sagði honum að fara til fjandans.“
,,Diouf gat ekki svarað fyrir sig svo hann reif í Gerard Houllier og sagði ´Segðu honum að ég ætli að ríða mömmu hans“